Bara Eiður Smári og Bjargvætturinn höfðu skorað fyrir sextán ára afmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 12:01 Viktor Bjarki Daðason fagnar hér markinu sínu á móti Valsmönnum í gær. vísir/Anton Viktor Bjarki Daðason varð í gær þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í efstu deild karla á Íslandi frá upphafi og setti um leið nýtt félagsmet hjá Fram. Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007 Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Sjá meira
Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Sjá meira