Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:08 Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun