Hver er pælingin? Ásgeir Brynjar Torfason skrifar 28. apríl 2024 11:01 „Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun