Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 21:58 Ólafur Adolfsson er eigandi Reykjavíkurapóteks. Vísir/Friðrik Þór Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. Í dag réðust tveir menn inn í verslun Reykjavíkurapóteks við Seljaveg í miðbæ Reykjavíkur. Einn annar maður beið fyrir utan á meðan mennirnir tveir ógna tveimur starfsmönnum verslunarinnar með eggvopnum. Ólafur var sjálfur ekki á staðnum en hafði rætt við starfsmennina um atvikið. „Annar þeirra fer inn fyrir borðið, öskrar á starfsmanninn og rýkur í lyfjaskápana sem eru hjá okkur. Honum verður ekki ágengt þar þannig hann tekur starfsmanninn hálstaki. Þvingar hann til að sýna sér hvar ákveðin lyf eru sem hann hafði áhuga á. Hann var leiddur að þeim stað og tók þaðan einhverja pakka af ávana- og fíknilyfi. Svo rjúka þeir út í beinu framhaldi þegar þeir voru búnir að þessu,“ segir Ólafur. Áfall fyrir starfsmennina Lögreglan var fljót á staðinn og mennirnir voru handteknir skömmu síðar á Vesturgötu. Ólafur segir þetta auðvitað reyna á starfsmennina sem lentu í ráninu. „Það er ekki ljóst hver áhrifin verða á þá. Það er áfall að verða fyrir vopnuðu ráni. Sérstaklega ef það er þannig að það er annað hvort gengið í skrokk á fólki eða það tekið fantatökum,“ segir Ólafur. Hann vonast til þess að íslenskt samfélag sé ekki að þróast í þá áttina að það þurfi að vera með einstakling í vinnu til að verjast vopnuðum ránum. „Það verður vonandi aldrei að veruleika. Ég treysti því. Það væri að mínu mati miður ef við þyrftum að hafa öryggisverði sem bregðast við vopnuðum ránum,“ segir Ólafur. Tvisvar áður verið rændur Hann hefur verið í apótekarabransanum í þónokkur ár og hefur tvisvar áður lent í því að apótek í hans eigu séu rænd. „Það var sami einstaklingurinn í bæði skiptinn og hann náðist ekki. Það gerðist með tiltölulega stuttu millibili. Það eru nokkuð mörg ár síðan. Það hafa nokkrir lyfjafræðingar hringt í mig í dag sem hafa lent í vopnuðum ránum. Það eru dæmi um vopnuð rán,“ segir Ólafur. Reykjavík Lyf Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í dag réðust tveir menn inn í verslun Reykjavíkurapóteks við Seljaveg í miðbæ Reykjavíkur. Einn annar maður beið fyrir utan á meðan mennirnir tveir ógna tveimur starfsmönnum verslunarinnar með eggvopnum. Ólafur var sjálfur ekki á staðnum en hafði rætt við starfsmennina um atvikið. „Annar þeirra fer inn fyrir borðið, öskrar á starfsmanninn og rýkur í lyfjaskápana sem eru hjá okkur. Honum verður ekki ágengt þar þannig hann tekur starfsmanninn hálstaki. Þvingar hann til að sýna sér hvar ákveðin lyf eru sem hann hafði áhuga á. Hann var leiddur að þeim stað og tók þaðan einhverja pakka af ávana- og fíknilyfi. Svo rjúka þeir út í beinu framhaldi þegar þeir voru búnir að þessu,“ segir Ólafur. Áfall fyrir starfsmennina Lögreglan var fljót á staðinn og mennirnir voru handteknir skömmu síðar á Vesturgötu. Ólafur segir þetta auðvitað reyna á starfsmennina sem lentu í ráninu. „Það er ekki ljóst hver áhrifin verða á þá. Það er áfall að verða fyrir vopnuðu ráni. Sérstaklega ef það er þannig að það er annað hvort gengið í skrokk á fólki eða það tekið fantatökum,“ segir Ólafur. Hann vonast til þess að íslenskt samfélag sé ekki að þróast í þá áttina að það þurfi að vera með einstakling í vinnu til að verjast vopnuðum ránum. „Það verður vonandi aldrei að veruleika. Ég treysti því. Það væri að mínu mati miður ef við þyrftum að hafa öryggisverði sem bregðast við vopnuðum ránum,“ segir Ólafur. Tvisvar áður verið rændur Hann hefur verið í apótekarabransanum í þónokkur ár og hefur tvisvar áður lent í því að apótek í hans eigu séu rænd. „Það var sami einstaklingurinn í bæði skiptinn og hann náðist ekki. Það gerðist með tiltölulega stuttu millibili. Það eru nokkuð mörg ár síðan. Það hafa nokkrir lyfjafræðingar hringt í mig í dag sem hafa lent í vopnuðum ránum. Það eru dæmi um vopnuð rán,“ segir Ólafur.
Reykjavík Lyf Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira