Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 21:58 Ólafur Adolfsson er eigandi Reykjavíkurapóteks. Vísir/Friðrik Þór Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. Í dag réðust tveir menn inn í verslun Reykjavíkurapóteks við Seljaveg í miðbæ Reykjavíkur. Einn annar maður beið fyrir utan á meðan mennirnir tveir ógna tveimur starfsmönnum verslunarinnar með eggvopnum. Ólafur var sjálfur ekki á staðnum en hafði rætt við starfsmennina um atvikið. „Annar þeirra fer inn fyrir borðið, öskrar á starfsmanninn og rýkur í lyfjaskápana sem eru hjá okkur. Honum verður ekki ágengt þar þannig hann tekur starfsmanninn hálstaki. Þvingar hann til að sýna sér hvar ákveðin lyf eru sem hann hafði áhuga á. Hann var leiddur að þeim stað og tók þaðan einhverja pakka af ávana- og fíknilyfi. Svo rjúka þeir út í beinu framhaldi þegar þeir voru búnir að þessu,“ segir Ólafur. Áfall fyrir starfsmennina Lögreglan var fljót á staðinn og mennirnir voru handteknir skömmu síðar á Vesturgötu. Ólafur segir þetta auðvitað reyna á starfsmennina sem lentu í ráninu. „Það er ekki ljóst hver áhrifin verða á þá. Það er áfall að verða fyrir vopnuðu ráni. Sérstaklega ef það er þannig að það er annað hvort gengið í skrokk á fólki eða það tekið fantatökum,“ segir Ólafur. Hann vonast til þess að íslenskt samfélag sé ekki að þróast í þá áttina að það þurfi að vera með einstakling í vinnu til að verjast vopnuðum ránum. „Það verður vonandi aldrei að veruleika. Ég treysti því. Það væri að mínu mati miður ef við þyrftum að hafa öryggisverði sem bregðast við vopnuðum ránum,“ segir Ólafur. Tvisvar áður verið rændur Hann hefur verið í apótekarabransanum í þónokkur ár og hefur tvisvar áður lent í því að apótek í hans eigu séu rænd. „Það var sami einstaklingurinn í bæði skiptinn og hann náðist ekki. Það gerðist með tiltölulega stuttu millibili. Það eru nokkuð mörg ár síðan. Það hafa nokkrir lyfjafræðingar hringt í mig í dag sem hafa lent í vopnuðum ránum. Það eru dæmi um vopnuð rán,“ segir Ólafur. Reykjavík Lyf Lögreglumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Í dag réðust tveir menn inn í verslun Reykjavíkurapóteks við Seljaveg í miðbæ Reykjavíkur. Einn annar maður beið fyrir utan á meðan mennirnir tveir ógna tveimur starfsmönnum verslunarinnar með eggvopnum. Ólafur var sjálfur ekki á staðnum en hafði rætt við starfsmennina um atvikið. „Annar þeirra fer inn fyrir borðið, öskrar á starfsmanninn og rýkur í lyfjaskápana sem eru hjá okkur. Honum verður ekki ágengt þar þannig hann tekur starfsmanninn hálstaki. Þvingar hann til að sýna sér hvar ákveðin lyf eru sem hann hafði áhuga á. Hann var leiddur að þeim stað og tók þaðan einhverja pakka af ávana- og fíknilyfi. Svo rjúka þeir út í beinu framhaldi þegar þeir voru búnir að þessu,“ segir Ólafur. Áfall fyrir starfsmennina Lögreglan var fljót á staðinn og mennirnir voru handteknir skömmu síðar á Vesturgötu. Ólafur segir þetta auðvitað reyna á starfsmennina sem lentu í ráninu. „Það er ekki ljóst hver áhrifin verða á þá. Það er áfall að verða fyrir vopnuðu ráni. Sérstaklega ef það er þannig að það er annað hvort gengið í skrokk á fólki eða það tekið fantatökum,“ segir Ólafur. Hann vonast til þess að íslenskt samfélag sé ekki að þróast í þá áttina að það þurfi að vera með einstakling í vinnu til að verjast vopnuðum ránum. „Það verður vonandi aldrei að veruleika. Ég treysti því. Það væri að mínu mati miður ef við þyrftum að hafa öryggisverði sem bregðast við vopnuðum ránum,“ segir Ólafur. Tvisvar áður verið rændur Hann hefur verið í apótekarabransanum í þónokkur ár og hefur tvisvar áður lent í því að apótek í hans eigu séu rænd. „Það var sami einstaklingurinn í bæði skiptinn og hann náðist ekki. Það gerðist með tiltölulega stuttu millibili. Það eru nokkuð mörg ár síðan. Það hafa nokkrir lyfjafræðingar hringt í mig í dag sem hafa lent í vopnuðum ránum. Það eru dæmi um vopnuð rán,“ segir Ólafur.
Reykjavík Lyf Lögreglumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira