Í átt að velsæld á nokkrum mínútum Olga Björt Þórðardóttir skrifar 27. apríl 2024 15:00 Öll verðum við fyrir mótlæti sem mótar okkur á einhvern hátt. Í mótlæti áttum við okkur þó oft á því sem skiptir mestu máli og við förum gjarnan í að forgangsraða á annan hátt en áður. Við viljum gera betur næst, fyrirbyggja það sem gæti valdið skaða, setja og virða fleiri mörk, bæta tengsl eða rjúfa þau, standa með okkur, hugsa betur um okkur eða fólkið okkar og nýta dýrmætan tíma okkar betur.Hvernig ætli sé best að forgangsraða í slíkum sporum? Hvernig er hægt að bæta heilsu sína til að njóta meiri velsældar í mögulega tímabundinni vansæld? Heilsa er andleg, líkamleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og heilsuefling er það ferli sem gerir fólki kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína, bæta hana og lifa heilbrigðum skapandi og fullnægjandi lífi. Þrautseigja, kraftur og flæði Jákvæð sálfræði, eða velsældarvísindi, er vísindagrein sem hefur vaxið og breiðst út víða um heim síðan árið 1998, þegar bandaríski sálfræðingurinn Martin Seligman hvatti aðra sálfræðinga til að muna eftir að sálfræði gengi ekki síst út á að efla mannlega styrkleika og rækja það sem gott er. Rannsóknir jákvæðrar sálfræði snúa einnig að þáttum eins og ánægju, hamingju og vellíðan og hvernig hægt er að auka áhrif þeirra til að kalla fram þrautseigju, kraft, flæði og aðrar jákvæðar tilfinningar. Hamingja skiptir svo sannarlega máli og rannsóknir sýna að hamingjusamt fólk nýtur meiri velgengni og lifir lengur, burt séð frá því hvað gengur á í lífi þess á hverjum tíma. Meðal mikilvægustu verkfæra jákvæðrar sálfræði til að auka velsæld eru jákvæð inngrip. Með þeim notum við meðvitað styrkleika okkar, sem gerir okkur hamingjusamari og við höfum meiri orku. Máttur jákvæðra inngripa Meðal jákvæðra inngripa eru mörg frekar auðveld, hugræn og krefjast ekki mikillar fyrirhafnar. Það þarf ekki einu sinni að standa upp. Eftirtaldar spurningar er til dæmis alltaf er hægt að spyrja sig: ·Hvað finnst mér fallegt? ·Hvað fyllir mig orku? ·Hvaða þrennt gott gerðist hjá mér í vikunni? ·Hverjir eru styrkleikar mínir og hvenær notaði ég þá síðast? ·Hvenær fékk ég síðast hláturskast og með hverjum? ·Hver er síðasta minning sem fær mig til fá hlýtt í hjartað? ·Hvert er síðasta hrós sem ég man eftir að ég fékk? ·Hvert er uppáhalds atriðið í uppáhalds bíómyndinni minni? Ef við viljum framkalla fljótvirka líkamlega vellíðan á staðnum, þá er til dæmis hægt að prófa eitthvað af þessu: ·Brosa (hægt að nota blýant eða penna þversum á milli tanna til að hjálpa) ·Teygja úr okkur í stellingu sigurvegara með hendur upp í loft og kreppta hnefa ·Sveifla höndum fram og aftur og til hliðanna ·Hringja í einhvern sem við vitum að er annt um okkur ·Dansa og/eða syngja ·Klappa og knúsa gæludýr ·Hugleiða í núvitund ·Skapa eitthvað með höndunum Svo eru einnig til ýmsar aðferðir ef við treystum okkur út fyrir hússins dyr: ·Fara í göngutúr eða aðra hreyfingu að eigin vali ·Fara í bíltúr og öskursyngja uppáhalds lög ·Komast í nálægð við náttúru ·Ganga berfætt í grasi, sandi, mosa, snjó, sjó ·Tína blóm eða strá og búa til vönd ·Fara eitthvert til að horfa á sólarlag eða sólarupprás á fallegum stað ·Fara í fjöru og anda í takti við öldurnar Kæri lesandi. Það besta við að ná örlítið betri líðan – eða miklu betri – er að næsta skref eða ákvörðun til betra lífs fyrir þig verður auðveldari og eftirsóknarverðari. Hugurinn og líkaminn hlusta af athygli. Þú ert að kenna þér að þykja vænna um þig - og þú átt það skilið. Gangi þér vel! Höfundur er verkefnastjóri og verðandi útskriftarnemi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Öll verðum við fyrir mótlæti sem mótar okkur á einhvern hátt. Í mótlæti áttum við okkur þó oft á því sem skiptir mestu máli og við förum gjarnan í að forgangsraða á annan hátt en áður. Við viljum gera betur næst, fyrirbyggja það sem gæti valdið skaða, setja og virða fleiri mörk, bæta tengsl eða rjúfa þau, standa með okkur, hugsa betur um okkur eða fólkið okkar og nýta dýrmætan tíma okkar betur.Hvernig ætli sé best að forgangsraða í slíkum sporum? Hvernig er hægt að bæta heilsu sína til að njóta meiri velsældar í mögulega tímabundinni vansæld? Heilsa er andleg, líkamleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og heilsuefling er það ferli sem gerir fólki kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína, bæta hana og lifa heilbrigðum skapandi og fullnægjandi lífi. Þrautseigja, kraftur og flæði Jákvæð sálfræði, eða velsældarvísindi, er vísindagrein sem hefur vaxið og breiðst út víða um heim síðan árið 1998, þegar bandaríski sálfræðingurinn Martin Seligman hvatti aðra sálfræðinga til að muna eftir að sálfræði gengi ekki síst út á að efla mannlega styrkleika og rækja það sem gott er. Rannsóknir jákvæðrar sálfræði snúa einnig að þáttum eins og ánægju, hamingju og vellíðan og hvernig hægt er að auka áhrif þeirra til að kalla fram þrautseigju, kraft, flæði og aðrar jákvæðar tilfinningar. Hamingja skiptir svo sannarlega máli og rannsóknir sýna að hamingjusamt fólk nýtur meiri velgengni og lifir lengur, burt séð frá því hvað gengur á í lífi þess á hverjum tíma. Meðal mikilvægustu verkfæra jákvæðrar sálfræði til að auka velsæld eru jákvæð inngrip. Með þeim notum við meðvitað styrkleika okkar, sem gerir okkur hamingjusamari og við höfum meiri orku. Máttur jákvæðra inngripa Meðal jákvæðra inngripa eru mörg frekar auðveld, hugræn og krefjast ekki mikillar fyrirhafnar. Það þarf ekki einu sinni að standa upp. Eftirtaldar spurningar er til dæmis alltaf er hægt að spyrja sig: ·Hvað finnst mér fallegt? ·Hvað fyllir mig orku? ·Hvaða þrennt gott gerðist hjá mér í vikunni? ·Hverjir eru styrkleikar mínir og hvenær notaði ég þá síðast? ·Hvenær fékk ég síðast hláturskast og með hverjum? ·Hver er síðasta minning sem fær mig til fá hlýtt í hjartað? ·Hvert er síðasta hrós sem ég man eftir að ég fékk? ·Hvert er uppáhalds atriðið í uppáhalds bíómyndinni minni? Ef við viljum framkalla fljótvirka líkamlega vellíðan á staðnum, þá er til dæmis hægt að prófa eitthvað af þessu: ·Brosa (hægt að nota blýant eða penna þversum á milli tanna til að hjálpa) ·Teygja úr okkur í stellingu sigurvegara með hendur upp í loft og kreppta hnefa ·Sveifla höndum fram og aftur og til hliðanna ·Hringja í einhvern sem við vitum að er annt um okkur ·Dansa og/eða syngja ·Klappa og knúsa gæludýr ·Hugleiða í núvitund ·Skapa eitthvað með höndunum Svo eru einnig til ýmsar aðferðir ef við treystum okkur út fyrir hússins dyr: ·Fara í göngutúr eða aðra hreyfingu að eigin vali ·Fara í bíltúr og öskursyngja uppáhalds lög ·Komast í nálægð við náttúru ·Ganga berfætt í grasi, sandi, mosa, snjó, sjó ·Tína blóm eða strá og búa til vönd ·Fara eitthvert til að horfa á sólarlag eða sólarupprás á fallegum stað ·Fara í fjöru og anda í takti við öldurnar Kæri lesandi. Það besta við að ná örlítið betri líðan – eða miklu betri – er að næsta skref eða ákvörðun til betra lífs fyrir þig verður auðveldari og eftirsóknarverðari. Hugurinn og líkaminn hlusta af athygli. Þú ert að kenna þér að þykja vænna um þig - og þú átt það skilið. Gangi þér vel! Höfundur er verkefnastjóri og verðandi útskriftarnemi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun