Er fyrirmyndarríkið Ísland í ruslflokki í sorpmálum? Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. apríl 2024 12:30 Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sorphirða Danmörk Svíþjóð Miðflokkurinn Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun