Óbærileg léttúð VG Jakob Frímann Magnússon skrifar 27. apríl 2024 07:31 Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er. Varla hefur heldur verið gleðiríkt að streitast við að réttlæta furðuverkið án haldbærra raka. Engan skal því undra að á skorti eldmóð sannfæringar, þegar gefa á starfandi fiskeldisfyrirtækjunum frítt spil til eilífðarnóns í stað þess að eðlileg tímamörk gildi áfram – eða hvað? Vaxandi andúð Öll höfum við samúð með hinum brothættu byggðum landsins sem sviptar voru veiðirétti sínum og hafa lengi horft til nýrra sóknarfæra í atvinnulífi. En sú samúð réttlætir ekki gjörning sem víst er að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Okkar norska fyrrum herraþjóð hefur heldur betur látið að sér kveða í sjókvíaeldi við Noregsstrendur og víðar. Norðmenn hafa staðið fyrir um helmingi þeirra þriggja milljóna tonna af eldislaxi sem framleiddar eru í heiminum, þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á sjókvíaeldi vegna umhverfis- og dýraverndarsjónarmiða. Hér á landi hefur mikið verið fjallað um þá ógn við villta laxastofninn okkar Íslendinga sem felst í opnu sjókvíaeldi. Því er borið við að of kostnaðarsamt sé að stunda eldið í lokuðum kvíum sem uppfylla strangar umhverfiskröfur. Um landeldi gegnir allt öðru máli. Mikill og víðtækur stuðningur er við þá vaxandi atvinnugrein, hérlendis sem erlendis. Þessi fráleita tilraun matvælaráðherra til e.k. nýrrar „gjafakvótasetningar“ vekur upp óþægilegar minningar og skiljanlegan óhug með þjóðinni eins og víða hefur komið fram. Þeim sem fara hér tímabundið með lagasetningarvaldið ber að virða rétt komandi kynslóða til eigin ákvarðana um ráðstöfun landsins og miðanna, fjallanna og fjarðanna. Atvinnuhættir munu þróast, viðhorf og aðstæður breytast. Hér ber að staldra við og minnast festu Einars Þveræings gegn ásælni Noregskonungs er hann hvatti til þess að gefa konungi hóflega vinargjafir en eigi þó Grímsey! Örlæti VG Örlæti Vinstri Grænna gagnvart auðkýfingum á kostnað almennings og umhverfis í þessu umdeilda eignaréttarmáli máli, afhjúpar þá nöturlegu staðreynd að flokkurinn getur naumast lengur talist Vinstri flokkur hvað þá Grænn. Þetta brambolt leiðir hugann að vandræðaganginum sem Auðlindanefnd ríkisins stendur fyrir um þessar mundir og felst í forkastanlegum tilraunum til eignaupptöku á eyjum og skerjum umhverfis landið – eignum sem áratugum og öldum saman hafa hvílt í eigu skráðra einstaklinga og fjölskyldna. Þar er langt seilst. Qui bono? Almenningur veltir nú fyrir sé hvaða skýringar kunni að vera á þeim furðulegheitum sem í frumvarpinu felast. Hinn klassíska spurning Rómverja: „Qui bono?“ – hver hagnast – kemur ósjálfrátt upp í hugann. Enginn úr hópi helstu eldisforkólfa kannast við að hafa beðið um þessi óvæntu fríðindi. Kynnu valdagírugir embættismenn að hafa freistast til að nýta sér millibilsástand í málefnum matvælaráðuneytis og lætt inn hinu umdeilda ákvæði? Ólíklegt er að öfl innan VG séu hér markvisst að bregða fæti fyrir fyrrum leiðtoga sinn í komandi forsetakosningunum í því skyni að endurheimta hana til forystu yfir höfuðlausum her. Það væri a.m.k. erfitt að ímynda sér Katrínu Jakobsdóttur hlutlausa sem nýbakaðan forseta að neyðast til þess undir harðvítugum mótmælum og kröfugöngum að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu svo umdeildu frumvarpi – óskapnaði úr eigin ranni. Einhver undarleg pólitísk refskák kann svo sem að vera hér á ferð í ríkisstjórn hinna andstæðu póla. Hver sem skýringin kann að vera, má ljóst vera að þessari tilraun til skilyrðislauss framsals á íslenskum gæðum til eilífðarnóns verður ekki hleypt í gegnum Alþingi Íslendinga. Svarið við hugmyndinni um slíka afarkosti verður einfaldlega: NEI BJARKEY! Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Fiskeldi Flokkur fólksins Vinstri græn Alþingi Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er. Varla hefur heldur verið gleðiríkt að streitast við að réttlæta furðuverkið án haldbærra raka. Engan skal því undra að á skorti eldmóð sannfæringar, þegar gefa á starfandi fiskeldisfyrirtækjunum frítt spil til eilífðarnóns í stað þess að eðlileg tímamörk gildi áfram – eða hvað? Vaxandi andúð Öll höfum við samúð með hinum brothættu byggðum landsins sem sviptar voru veiðirétti sínum og hafa lengi horft til nýrra sóknarfæra í atvinnulífi. En sú samúð réttlætir ekki gjörning sem víst er að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Okkar norska fyrrum herraþjóð hefur heldur betur látið að sér kveða í sjókvíaeldi við Noregsstrendur og víðar. Norðmenn hafa staðið fyrir um helmingi þeirra þriggja milljóna tonna af eldislaxi sem framleiddar eru í heiminum, þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á sjókvíaeldi vegna umhverfis- og dýraverndarsjónarmiða. Hér á landi hefur mikið verið fjallað um þá ógn við villta laxastofninn okkar Íslendinga sem felst í opnu sjókvíaeldi. Því er borið við að of kostnaðarsamt sé að stunda eldið í lokuðum kvíum sem uppfylla strangar umhverfiskröfur. Um landeldi gegnir allt öðru máli. Mikill og víðtækur stuðningur er við þá vaxandi atvinnugrein, hérlendis sem erlendis. Þessi fráleita tilraun matvælaráðherra til e.k. nýrrar „gjafakvótasetningar“ vekur upp óþægilegar minningar og skiljanlegan óhug með þjóðinni eins og víða hefur komið fram. Þeim sem fara hér tímabundið með lagasetningarvaldið ber að virða rétt komandi kynslóða til eigin ákvarðana um ráðstöfun landsins og miðanna, fjallanna og fjarðanna. Atvinnuhættir munu þróast, viðhorf og aðstæður breytast. Hér ber að staldra við og minnast festu Einars Þveræings gegn ásælni Noregskonungs er hann hvatti til þess að gefa konungi hóflega vinargjafir en eigi þó Grímsey! Örlæti VG Örlæti Vinstri Grænna gagnvart auðkýfingum á kostnað almennings og umhverfis í þessu umdeilda eignaréttarmáli máli, afhjúpar þá nöturlegu staðreynd að flokkurinn getur naumast lengur talist Vinstri flokkur hvað þá Grænn. Þetta brambolt leiðir hugann að vandræðaganginum sem Auðlindanefnd ríkisins stendur fyrir um þessar mundir og felst í forkastanlegum tilraunum til eignaupptöku á eyjum og skerjum umhverfis landið – eignum sem áratugum og öldum saman hafa hvílt í eigu skráðra einstaklinga og fjölskyldna. Þar er langt seilst. Qui bono? Almenningur veltir nú fyrir sé hvaða skýringar kunni að vera á þeim furðulegheitum sem í frumvarpinu felast. Hinn klassíska spurning Rómverja: „Qui bono?“ – hver hagnast – kemur ósjálfrátt upp í hugann. Enginn úr hópi helstu eldisforkólfa kannast við að hafa beðið um þessi óvæntu fríðindi. Kynnu valdagírugir embættismenn að hafa freistast til að nýta sér millibilsástand í málefnum matvælaráðuneytis og lætt inn hinu umdeilda ákvæði? Ólíklegt er að öfl innan VG séu hér markvisst að bregða fæti fyrir fyrrum leiðtoga sinn í komandi forsetakosningunum í því skyni að endurheimta hana til forystu yfir höfuðlausum her. Það væri a.m.k. erfitt að ímynda sér Katrínu Jakobsdóttur hlutlausa sem nýbakaðan forseta að neyðast til þess undir harðvítugum mótmælum og kröfugöngum að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu svo umdeildu frumvarpi – óskapnaði úr eigin ranni. Einhver undarleg pólitísk refskák kann svo sem að vera hér á ferð í ríkisstjórn hinna andstæðu póla. Hver sem skýringin kann að vera, má ljóst vera að þessari tilraun til skilyrðislauss framsals á íslenskum gæðum til eilífðarnóns verður ekki hleypt í gegnum Alþingi Íslendinga. Svarið við hugmyndinni um slíka afarkosti verður einfaldlega: NEI BJARKEY! Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar