Norskur skammtímagróði Gunnlaugur Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 12:30 Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun