Umdeildur flutningur á hælisleitendum til Rúanda samþykktur Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 10:55 Rishi Sunak forsætisráðherra sagði ekkert geta stöðvað Rúandaferðirnar þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. Helsta kosningamál hans er að „stöðva bátana“ sem hælisleitendur sigla á yfir Ermarsund. AP/Toby Melville Frumvarp sem leyfir breskum stjórnvöldum að senda suma hælisleitendur til Rúanda var samþykkt endanlega á þinginu þar í nótt. Alþjóðleg mannréttindasamtök og stofnanir fordæma lögin og hvetja bresk stjórnvöld til þess að sjá að sér. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur í fleiri mánuði reynt að koma frumvarpinu umdeilda í gegnum þingið. Frumvarpið veitti stjórnvöldum heimild til þess að senda hælisleitendur sem koma ólöglega til Bretlands til Austur-Afríkulandsins Rúanda á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd. Þarlend stjórnvöld fá greitt fyrir að taka á móti fólkinu. Hæstiréttur Bretlands dæmdi fyrri útgáfu frumvarpsins ólöglega þar sem stjórnvöld gætu ekki tryggt öryggi hælisleitenda í Rúanda. Í kjölfarið voru breytingar gerðar á frumvarpinu og samkomulag við stjórnvöld í Rúanda um aukna vernd fyrir hælisleitendurnar handsalað. Frumvarpið er pólitískt forgangsmál Rishi Sunak, forsætisráðherra. Helsta baráttumál hans fyrir þingkosningar sem fara fram í haust er að stöðva ólöglegar komur flóttafólks sem sækist eftir hæli í Bretlandi með smábátum yfir Ermarsund sem hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Íhaldsflokkur Sunak á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Gætu hunsað Mannréttindadómstólinn Málið velktist um á þingi í tvo mánuði vegna ítrekaðra breytingatillagna sem ókjörin lávarðadeildin gerði við frumvarpið en neðri deildin hafnaði jafnóðum. Lávarðadeildin féll loks frá athugasemdum sínum í gær og var frumvarpið afgreitt sem lög á þingfundi sem stóð fram á nótt. Sunak var herskár þegar hann ræddi við blaðamenn í gærmorgun áður en frumvarpið varð að lögum. Sakaði hann andstæðinga Íhaldsflokksins um að beita öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir brotflutning fólks og að leyfa bátunum að halda áfram að koma yfir sundið. Allt væri tilbúið til að hefja brottflutning hælisleitenda til Rúanda. Búið væri að leigja flugvélar, fjölga rýmum í fangelsum og starfsfólki og ryðja dagskrá dómstóla til þess að taka við áfrýjunarmálum. Brottflutningurinn hæfist eftir tíu til tólf vikur. Farandfólk siglir yfir Ermarsund á litlum gúmmíbát með franskt varðskip í baksýn. Komum slíkra báta til Bretlands fjölgaði úr nokkur hundruð á ári í tugi þúsunda á örfáum árum. Að minnsta kosti fimm fórust þegar bátur með hundrað manns lenti í vandræðum á sundinu í dag.Vísir/EPA Stjórn Sunak hefur ítrekað sagst ætla að hunsa Mannréttindadómstól Evrópu, reyni hann að koma í veg fyrir brottflutninginn til Rúanda. Sunak endurtók það í gær. „Við erum tilbúin, áætlanirnar eru tilbúnar og þessar flugferðir fara af stað hvað sem gerist. Enginn erlendur dómstóll stöðvar okkur í að koma flugvélunum af stað,“ sagði Sunak. Í andstöðu við flóttamannasamninginn Andstæðingar laganna hafa sagt þau stríða gegn alþjóðalögum. Bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið hvöttu bresk stjórnvöld til þess að endurskoða áform sín þar sem þau græfu undan alþjóðlegum viðbrögðum við auknum flóttamannastraumi í heiminum og alþjóðlegum mannréttindum. „Nýju lögin marka nýtt skref í átt frá langri hefð Bretlands að útvega þeim hæli sem þurfa á því að halda í andstöðu við flóttamannasamninginn,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannamála hjá SÞ. Michael O'Flaherty, mannréttindastjóri Evrópuráðsins, sagði lögin vekja upp stórar spurningar um mannréttinda hælisleitenda og réttarríkið sjálft í Bretlandi. Hann gagnrýndi sérstaklega að lögin meinuðu hælisleitendum að leita til dómstóla þegar þeim væri hótað að vera sendir til þeirra landa sem þeir flýja, að sögn AP-fréttastofunnar. Talskona stjórnvalda í Rúanda fagnaði samþykkt laganna í dag. Rúanda sé öruggt ríki og brugðist hafi verið við áhyggjum breska hæstaréttarins um ástand mannréttindamála þar. Verkamannaflokkurinn hefur sagt ætla að afnema lögin komist hann til valda eftir kosningarnar í haust. Yvetta Cooper, skuggainnanríkisráðherra flokksins, ítrekaði þá afstöðu eftir samþykkt laganna og sagði engan hælisleitenda verða sendan til Rúanda vinni flokkurinn kosningarnar. Fimm manns að minnsta kosti fórust á Ermarsundi í morgun þegar bát hlekktist á þar. Reuters-fréttastofan segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Franska strandgæslan leitar enn að fólki í sjónum. Innan við þrjú hundruð manns komu ólöglega á bátum yfir Ermarsund til Bretlands árið 2018 en þeir voru orðnir hátt í 45 þúsund árið 2022. Nokkuð fækkaði í hópnum eftir að bresk stjórnvöld gripu til harðari aðgerða gegn glæpasamtökum sem flytja fólk yfir sundið í fyrra. Þá komu tæplega 29.500 manns yfir sundið. Bretland Rúanda Flóttamenn Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18. janúar 2024 07:41 Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur í fleiri mánuði reynt að koma frumvarpinu umdeilda í gegnum þingið. Frumvarpið veitti stjórnvöldum heimild til þess að senda hælisleitendur sem koma ólöglega til Bretlands til Austur-Afríkulandsins Rúanda á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd. Þarlend stjórnvöld fá greitt fyrir að taka á móti fólkinu. Hæstiréttur Bretlands dæmdi fyrri útgáfu frumvarpsins ólöglega þar sem stjórnvöld gætu ekki tryggt öryggi hælisleitenda í Rúanda. Í kjölfarið voru breytingar gerðar á frumvarpinu og samkomulag við stjórnvöld í Rúanda um aukna vernd fyrir hælisleitendurnar handsalað. Frumvarpið er pólitískt forgangsmál Rishi Sunak, forsætisráðherra. Helsta baráttumál hans fyrir þingkosningar sem fara fram í haust er að stöðva ólöglegar komur flóttafólks sem sækist eftir hæli í Bretlandi með smábátum yfir Ermarsund sem hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Íhaldsflokkur Sunak á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Gætu hunsað Mannréttindadómstólinn Málið velktist um á þingi í tvo mánuði vegna ítrekaðra breytingatillagna sem ókjörin lávarðadeildin gerði við frumvarpið en neðri deildin hafnaði jafnóðum. Lávarðadeildin féll loks frá athugasemdum sínum í gær og var frumvarpið afgreitt sem lög á þingfundi sem stóð fram á nótt. Sunak var herskár þegar hann ræddi við blaðamenn í gærmorgun áður en frumvarpið varð að lögum. Sakaði hann andstæðinga Íhaldsflokksins um að beita öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir brotflutning fólks og að leyfa bátunum að halda áfram að koma yfir sundið. Allt væri tilbúið til að hefja brottflutning hælisleitenda til Rúanda. Búið væri að leigja flugvélar, fjölga rýmum í fangelsum og starfsfólki og ryðja dagskrá dómstóla til þess að taka við áfrýjunarmálum. Brottflutningurinn hæfist eftir tíu til tólf vikur. Farandfólk siglir yfir Ermarsund á litlum gúmmíbát með franskt varðskip í baksýn. Komum slíkra báta til Bretlands fjölgaði úr nokkur hundruð á ári í tugi þúsunda á örfáum árum. Að minnsta kosti fimm fórust þegar bátur með hundrað manns lenti í vandræðum á sundinu í dag.Vísir/EPA Stjórn Sunak hefur ítrekað sagst ætla að hunsa Mannréttindadómstól Evrópu, reyni hann að koma í veg fyrir brottflutninginn til Rúanda. Sunak endurtók það í gær. „Við erum tilbúin, áætlanirnar eru tilbúnar og þessar flugferðir fara af stað hvað sem gerist. Enginn erlendur dómstóll stöðvar okkur í að koma flugvélunum af stað,“ sagði Sunak. Í andstöðu við flóttamannasamninginn Andstæðingar laganna hafa sagt þau stríða gegn alþjóðalögum. Bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið hvöttu bresk stjórnvöld til þess að endurskoða áform sín þar sem þau græfu undan alþjóðlegum viðbrögðum við auknum flóttamannastraumi í heiminum og alþjóðlegum mannréttindum. „Nýju lögin marka nýtt skref í átt frá langri hefð Bretlands að útvega þeim hæli sem þurfa á því að halda í andstöðu við flóttamannasamninginn,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannamála hjá SÞ. Michael O'Flaherty, mannréttindastjóri Evrópuráðsins, sagði lögin vekja upp stórar spurningar um mannréttinda hælisleitenda og réttarríkið sjálft í Bretlandi. Hann gagnrýndi sérstaklega að lögin meinuðu hælisleitendum að leita til dómstóla þegar þeim væri hótað að vera sendir til þeirra landa sem þeir flýja, að sögn AP-fréttastofunnar. Talskona stjórnvalda í Rúanda fagnaði samþykkt laganna í dag. Rúanda sé öruggt ríki og brugðist hafi verið við áhyggjum breska hæstaréttarins um ástand mannréttindamála þar. Verkamannaflokkurinn hefur sagt ætla að afnema lögin komist hann til valda eftir kosningarnar í haust. Yvetta Cooper, skuggainnanríkisráðherra flokksins, ítrekaði þá afstöðu eftir samþykkt laganna og sagði engan hælisleitenda verða sendan til Rúanda vinni flokkurinn kosningarnar. Fimm manns að minnsta kosti fórust á Ermarsundi í morgun þegar bát hlekktist á þar. Reuters-fréttastofan segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Franska strandgæslan leitar enn að fólki í sjónum. Innan við þrjú hundruð manns komu ólöglega á bátum yfir Ermarsund til Bretlands árið 2018 en þeir voru orðnir hátt í 45 þúsund árið 2022. Nokkuð fækkaði í hópnum eftir að bresk stjórnvöld gripu til harðari aðgerða gegn glæpasamtökum sem flytja fólk yfir sundið í fyrra. Þá komu tæplega 29.500 manns yfir sundið.
Bretland Rúanda Flóttamenn Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18. janúar 2024 07:41 Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18. janúar 2024 07:41
Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31