Lykillinn að orkuskiptunum er úr áli Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 23. apríl 2024 09:01 Í dag tala einhverjir um að með endurskoðun raforkusamninga við stóriðju á Íslandi megi tryggja næga orkutil framtíðar. Með því móti getum við klárað orkuskiptin í samgöngum án frekari virkjunarframkvæmda. Endurskoðun raforkusamninga undir formerkjum skerðinga leiðir einfaldlega til forsendubrests í rekstri álveranna á Íslandi. Ef rekstrarforsendur álveranna bresta og álframleiðsla á Íslandi dregst verulega saman er ljóst að sama magn áls verður framleitt einhverstaðar annarstaðar í heiminum. Álframleiðsla hefur verið að færast í auknum mæli til Kína þar sem losun gróðurhúsalofttegunda í álframleiðslu er margfalt meiri en á Íslandi. Það skýrist af því að til framleiðslunnar er notuð raforka frá jarðefnaeldsneyti. Afleiðingin yrði sú að heildarlosun á heimsvísu myndi aukast mun meira en sá samdráttur í losun sem hlýst af orkuskiptum í samgöngum á Íslandi… langtum mun meira. Og þetta er allt sami lofthjúpurinn þar sem hnattstaða skiptir ekki máli þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda á heims vísu. Álið er stundum kallað græni málmurinn. Það er endingagott, auð endurvinnanlegt og minnkar orkunotkun í samgöngum vegna þess hversu létt það er. Þannig leikur álið lykilhlutverk í orkuskiptunum. Megin tilgangur orkuskiptanna er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til þess að svo megi verða er brýnt að hefja nú þegar virkjanaframkvæmdir samkvæmt samþykktri rammaáætlun. Áætlun sem var unnin í víðtæku samráði ólíkra hópa í jafnvægi við sjónarmið nýtingar og verndar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Orkumál Orkuskipti Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag tala einhverjir um að með endurskoðun raforkusamninga við stóriðju á Íslandi megi tryggja næga orkutil framtíðar. Með því móti getum við klárað orkuskiptin í samgöngum án frekari virkjunarframkvæmda. Endurskoðun raforkusamninga undir formerkjum skerðinga leiðir einfaldlega til forsendubrests í rekstri álveranna á Íslandi. Ef rekstrarforsendur álveranna bresta og álframleiðsla á Íslandi dregst verulega saman er ljóst að sama magn áls verður framleitt einhverstaðar annarstaðar í heiminum. Álframleiðsla hefur verið að færast í auknum mæli til Kína þar sem losun gróðurhúsalofttegunda í álframleiðslu er margfalt meiri en á Íslandi. Það skýrist af því að til framleiðslunnar er notuð raforka frá jarðefnaeldsneyti. Afleiðingin yrði sú að heildarlosun á heimsvísu myndi aukast mun meira en sá samdráttur í losun sem hlýst af orkuskiptum í samgöngum á Íslandi… langtum mun meira. Og þetta er allt sami lofthjúpurinn þar sem hnattstaða skiptir ekki máli þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda á heims vísu. Álið er stundum kallað græni málmurinn. Það er endingagott, auð endurvinnanlegt og minnkar orkunotkun í samgöngum vegna þess hversu létt það er. Þannig leikur álið lykilhlutverk í orkuskiptunum. Megin tilgangur orkuskiptanna er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til þess að svo megi verða er brýnt að hefja nú þegar virkjanaframkvæmdir samkvæmt samþykktri rammaáætlun. Áætlun sem var unnin í víðtæku samráði ólíkra hópa í jafnvægi við sjónarmið nýtingar og verndar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar