Gera alvarlegar athugasemdir við verðlaunakerfi Tik Tok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2024 07:55 Tik Tok á undir högg að sækja víða um heim en til skoðunar er að banna það í Bandaríkjunum. Getty/Die Fotowerft/DeFodi Images/Katja Knupper Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hótað því að banna nýja þjónustu Tik Tok nema fyrirtækinu takist að fullvissa framkvæmdstjórnina um að hún muni ekki verða skaðleg börnum. Um er að ræða Tik Tok Lite, þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með inneignum og gjafakortum fyrir að horfa á myndskeið, bjóða vinum á miðilinn og „fylgjast með“ síðum. Framkvæmdastjórnin hefur verulegar áhyggjur af þjónustunni og áhrifum hennar á börn en verðlaunakerfið búi til hvata fyrir ungmenni til að verja enn meiri tíma en þau gera nú þegar í að horfa á efni á símtækjum sínum. Bent er á þá staðreynd að mikil net- og samfélagsmiðlanotkun hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu ungmenna. Þjónustan verði mögulega bönnuð ef stjórnendum Tik Tok tekst ekki að sýna fram á að skref verði tekin til að takmarka þessi skaðvænlegu áhrif. Thierry Breton, framkvæmdastjóri stafrænna málefna, hefur líkt Tik Tok Lite við sígarettur og segir að á sama tíma og um sé að ræða skemmtilega afþreyingu og leið til að tengjast öðrum, bjóði Tik Tok einnig hættunni heim þegar kemur að fíkn, kvíða og þunglyndi. Talsmaður Tik Tok segir ákvörðunina vonbrigði; Tik Tok Lite verðlaunakerfið sé aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri og þá séu takmörk á því hversu mörg „verkefni“ notendur geta leyst daglega til að fá verðlaun. Fyrirtækið eigi í samtali við framkvæmdastjórnina. Guardian greindi frá. TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Evrópusambandið Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Um er að ræða Tik Tok Lite, þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með inneignum og gjafakortum fyrir að horfa á myndskeið, bjóða vinum á miðilinn og „fylgjast með“ síðum. Framkvæmdastjórnin hefur verulegar áhyggjur af þjónustunni og áhrifum hennar á börn en verðlaunakerfið búi til hvata fyrir ungmenni til að verja enn meiri tíma en þau gera nú þegar í að horfa á efni á símtækjum sínum. Bent er á þá staðreynd að mikil net- og samfélagsmiðlanotkun hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu ungmenna. Þjónustan verði mögulega bönnuð ef stjórnendum Tik Tok tekst ekki að sýna fram á að skref verði tekin til að takmarka þessi skaðvænlegu áhrif. Thierry Breton, framkvæmdastjóri stafrænna málefna, hefur líkt Tik Tok Lite við sígarettur og segir að á sama tíma og um sé að ræða skemmtilega afþreyingu og leið til að tengjast öðrum, bjóði Tik Tok einnig hættunni heim þegar kemur að fíkn, kvíða og þunglyndi. Talsmaður Tik Tok segir ákvörðunina vonbrigði; Tik Tok Lite verðlaunakerfið sé aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri og þá séu takmörk á því hversu mörg „verkefni“ notendur geta leyst daglega til að fá verðlaun. Fyrirtækið eigi í samtali við framkvæmdastjórnina. Guardian greindi frá.
TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Evrópusambandið Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira