Gera alvarlegar athugasemdir við verðlaunakerfi Tik Tok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2024 07:55 Tik Tok á undir högg að sækja víða um heim en til skoðunar er að banna það í Bandaríkjunum. Getty/Die Fotowerft/DeFodi Images/Katja Knupper Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hótað því að banna nýja þjónustu Tik Tok nema fyrirtækinu takist að fullvissa framkvæmdstjórnina um að hún muni ekki verða skaðleg börnum. Um er að ræða Tik Tok Lite, þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með inneignum og gjafakortum fyrir að horfa á myndskeið, bjóða vinum á miðilinn og „fylgjast með“ síðum. Framkvæmdastjórnin hefur verulegar áhyggjur af þjónustunni og áhrifum hennar á börn en verðlaunakerfið búi til hvata fyrir ungmenni til að verja enn meiri tíma en þau gera nú þegar í að horfa á efni á símtækjum sínum. Bent er á þá staðreynd að mikil net- og samfélagsmiðlanotkun hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu ungmenna. Þjónustan verði mögulega bönnuð ef stjórnendum Tik Tok tekst ekki að sýna fram á að skref verði tekin til að takmarka þessi skaðvænlegu áhrif. Thierry Breton, framkvæmdastjóri stafrænna málefna, hefur líkt Tik Tok Lite við sígarettur og segir að á sama tíma og um sé að ræða skemmtilega afþreyingu og leið til að tengjast öðrum, bjóði Tik Tok einnig hættunni heim þegar kemur að fíkn, kvíða og þunglyndi. Talsmaður Tik Tok segir ákvörðunina vonbrigði; Tik Tok Lite verðlaunakerfið sé aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri og þá séu takmörk á því hversu mörg „verkefni“ notendur geta leyst daglega til að fá verðlaun. Fyrirtækið eigi í samtali við framkvæmdastjórnina. Guardian greindi frá. TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Evrópusambandið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Um er að ræða Tik Tok Lite, þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með inneignum og gjafakortum fyrir að horfa á myndskeið, bjóða vinum á miðilinn og „fylgjast með“ síðum. Framkvæmdastjórnin hefur verulegar áhyggjur af þjónustunni og áhrifum hennar á börn en verðlaunakerfið búi til hvata fyrir ungmenni til að verja enn meiri tíma en þau gera nú þegar í að horfa á efni á símtækjum sínum. Bent er á þá staðreynd að mikil net- og samfélagsmiðlanotkun hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu ungmenna. Þjónustan verði mögulega bönnuð ef stjórnendum Tik Tok tekst ekki að sýna fram á að skref verði tekin til að takmarka þessi skaðvænlegu áhrif. Thierry Breton, framkvæmdastjóri stafrænna málefna, hefur líkt Tik Tok Lite við sígarettur og segir að á sama tíma og um sé að ræða skemmtilega afþreyingu og leið til að tengjast öðrum, bjóði Tik Tok einnig hættunni heim þegar kemur að fíkn, kvíða og þunglyndi. Talsmaður Tik Tok segir ákvörðunina vonbrigði; Tik Tok Lite verðlaunakerfið sé aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri og þá séu takmörk á því hversu mörg „verkefni“ notendur geta leyst daglega til að fá verðlaun. Fyrirtækið eigi í samtali við framkvæmdastjórnina. Guardian greindi frá.
TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Evrópusambandið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira