Skapandi ónákvæmni tveggja hagfræðinga Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 19. apríl 2024 13:30 Rannsókn nokkurra hagfræðinga á áhrifum breytts námstíma í framhaldsskólum vakti verulega athygli. Eftir því sem næst verður komist hefur rannsóknin ekki enn verið farið í gegn um vísindalega ritrýningu eða verið birt í ritrýndu tímariti. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða. Ekki tölfræðilega marktækur munur á einkunnum Í viðtölum á hinum ýmsu fjölmiðlum um rannsóknina lagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur áherslu á að rannsóknin sýndi að einkunnir þeirra sem fóru í 3 ára framhaldsskólanám voru tæplega 0,5 lægri að meðaltali en þeirra sem fóru í 4 ára framhaldsskólanám. Á grundvelli þessarar niðurstöðu voru dregnar víðtækar ályktanir og að venju fór RÚV mikinn, en fréttastofan þar hefur árum saman af einhverjum ástæðum reynt að finna þessari breytingu allt til foráttu. Þann 11.04 síðast liðinn birtist fréttaskýring í miðopnu Morgunblaðsins um að blaðið hefði leitað til sérfræðinga á sviði hagrannsókna og tölfræði um mat á þessari rannsókn Gylfa og Tinnu. Þar kemur ýmislegt merkilegt fram, þar á meðal eftirfarandi: Þegar einungis er tekið tillit til námstíma í framhaldsskóla, einkunna og kynferðis nemenda þá sýnir rannsóknin að það er tölfræðilega marktækur munur á því hvort nemandi hafi verið í 3 eða 4 ár í framahaldsskóla. En, og það er mikilvægt, þegar aldri nemanda er bætt við greininguna breytast niðurstöðurnar. Þá er ekki lengur tölfræðilega marktækur munur á einkunnum eftir því hvort nemandi hafi verið í 3 ár eða 4 í framhaldsskóla. Á þetta var sem sagt bent í Morgunblaðinu. Af hverju að þagna núna? Þessi niðurstaða er allt önnur en Tinna Laufey ræddi ítrekað í fjölmiðlum. Ég kýs að ræða ekki yfirlýsingar Gylfa Zoega um gerræðisleg vinnubrögð og aukið brottfall í framhaldsskólum (opinber gögn sýna nefnilega að brottfall minnkaði í kjölfar styttingarinnar þvert á yfirlýsingar hans), þær eru, finnst mér, aðeins of vandræðalegar. En nú er sem sagt rúm vika liðin frá því að greint var frá því að hagfræðingarnir hefðu túlkað eigin rannsókn með frjálslegum og nokkuð skapandi hætti. Það vekur athygli mína að þeir hafa kosið að bregðast ekki við þessum ábendingum. Í ljósi þess hversu mikla áherslu hagfræðingarnir lögðu á að koma niðurstöðum sínum á framfæri (sérstakt myndband gefið út og viðtöl i öllum helstu fjölmiðlum) þá sætir þessi þögn þeirra nokkurri furðu – menn hafa tjáð sig af minna tilefni. Ég gef mér að hagfræðingarnir séu að undirbúa hvernig útskýra eigi fyrir fræðasamfélaginu, almenningi og stjórnvöldum þessa skapandi ónákvæmni þeirra – en mig grunar að sú útskýring verði aðeins flókin eins og gjarnan gerist þegar fólk lendir í svona stöðu. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Rannsókn nokkurra hagfræðinga á áhrifum breytts námstíma í framhaldsskólum vakti verulega athygli. Eftir því sem næst verður komist hefur rannsóknin ekki enn verið farið í gegn um vísindalega ritrýningu eða verið birt í ritrýndu tímariti. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða. Ekki tölfræðilega marktækur munur á einkunnum Í viðtölum á hinum ýmsu fjölmiðlum um rannsóknina lagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur áherslu á að rannsóknin sýndi að einkunnir þeirra sem fóru í 3 ára framhaldsskólanám voru tæplega 0,5 lægri að meðaltali en þeirra sem fóru í 4 ára framhaldsskólanám. Á grundvelli þessarar niðurstöðu voru dregnar víðtækar ályktanir og að venju fór RÚV mikinn, en fréttastofan þar hefur árum saman af einhverjum ástæðum reynt að finna þessari breytingu allt til foráttu. Þann 11.04 síðast liðinn birtist fréttaskýring í miðopnu Morgunblaðsins um að blaðið hefði leitað til sérfræðinga á sviði hagrannsókna og tölfræði um mat á þessari rannsókn Gylfa og Tinnu. Þar kemur ýmislegt merkilegt fram, þar á meðal eftirfarandi: Þegar einungis er tekið tillit til námstíma í framhaldsskóla, einkunna og kynferðis nemenda þá sýnir rannsóknin að það er tölfræðilega marktækur munur á því hvort nemandi hafi verið í 3 eða 4 ár í framahaldsskóla. En, og það er mikilvægt, þegar aldri nemanda er bætt við greininguna breytast niðurstöðurnar. Þá er ekki lengur tölfræðilega marktækur munur á einkunnum eftir því hvort nemandi hafi verið í 3 ár eða 4 í framhaldsskóla. Á þetta var sem sagt bent í Morgunblaðinu. Af hverju að þagna núna? Þessi niðurstaða er allt önnur en Tinna Laufey ræddi ítrekað í fjölmiðlum. Ég kýs að ræða ekki yfirlýsingar Gylfa Zoega um gerræðisleg vinnubrögð og aukið brottfall í framhaldsskólum (opinber gögn sýna nefnilega að brottfall minnkaði í kjölfar styttingarinnar þvert á yfirlýsingar hans), þær eru, finnst mér, aðeins of vandræðalegar. En nú er sem sagt rúm vika liðin frá því að greint var frá því að hagfræðingarnir hefðu túlkað eigin rannsókn með frjálslegum og nokkuð skapandi hætti. Það vekur athygli mína að þeir hafa kosið að bregðast ekki við þessum ábendingum. Í ljósi þess hversu mikla áherslu hagfræðingarnir lögðu á að koma niðurstöðum sínum á framfæri (sérstakt myndband gefið út og viðtöl i öllum helstu fjölmiðlum) þá sætir þessi þögn þeirra nokkurri furðu – menn hafa tjáð sig af minna tilefni. Ég gef mér að hagfræðingarnir séu að undirbúa hvernig útskýra eigi fyrir fræðasamfélaginu, almenningi og stjórnvöldum þessa skapandi ónákvæmni þeirra – en mig grunar að sú útskýring verði aðeins flókin eins og gjarnan gerist þegar fólk lendir í svona stöðu. Höfundur er verkefnastjóri.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun