Gleymdu börnin Kolbrún Pálsdóttir skrifar 17. apríl 2024 14:01 Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og leggur við hlustir. ,,Hann stal barni!“ hrópar maður og bendir á mótorhjól sem þýtur úr þorpinu. Mér er sagt að þetta sé því miður daglegt vandamál á þessu svæði. Ég er stödd í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem eru með þróunar- og mannúðarverkefni á svæðinu. Í austurhluta landsins er mikið mannúðarástand. Hér hefur stríð geisað í tæp 30 ár og hafa átökin stigmagnast á undanförnum mánuðum með ágengni vopnaðra vígahópa sem ætla sér að taka yfir borgir og bæi. Mannréttindabrot eru framin um land allt og kynferðisofbeldi er beitt sem stríðsvopni. Börn eru gríðarlega berskjölduð fyrir átökunum en fjöldi barna hefur verið drepinn eða þau beitt ofbeldi. Stríðið hefur oft verið nefnt Gleymda stríðið þar sem það hefur fengið litla alþjóðlega athygli. Ég vil þó tala um gleymdu börnin. Hér eru börn sem upplifa brot á mannréttindum alla daga. 80% barna undir 14 ára verða fyrir líkamlegu ofbeldi. Nærri ein af hverjum þremur stúlkum er neydd í hjónaband fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum fjórum stúlkum verður ólétt fyrir 18 ára. Á hverju ári neyðist fjöldi barna til að ganga til liðs við vígahópa og upplifa ofbeldi og átök frá fyrstu hendi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru með mjög öflug verkefni í austurhluta Kongó sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum. Samtökin vinna meðal annars með götubörnum í borginni Goma, en þar búa 20.000 börn á götunni. Barnaheill aðstoða börn við að sameinast ættingjum og fá öruggt húsaskjól, veita börnum sálfræði stuðning og aðstoða þau við að hefja nám; bóklegt eða verklegt. Verkefnið miðar vel og eru nokkrir unglingar, sem áður voru á götunni, farnir að stunda vinnu við þá verkgrein sem þeir völdu sér og þannig afla tekna. Í Kongó eru 113 milljónir manna, þar af eru 25 milljónir í brýnni nauðsyn fyrir mannúðaraðstoð. Ég átta mig á því að það er erfitt að aðstoða alla. En allir geta gert eitthvað. Hjálpumst að og verndum gleymdu börnin. Hægt er að styðja við starf Barnaheilla með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur styrktaraðili. Höfundur er verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Austur-Kongó Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og leggur við hlustir. ,,Hann stal barni!“ hrópar maður og bendir á mótorhjól sem þýtur úr þorpinu. Mér er sagt að þetta sé því miður daglegt vandamál á þessu svæði. Ég er stödd í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem eru með þróunar- og mannúðarverkefni á svæðinu. Í austurhluta landsins er mikið mannúðarástand. Hér hefur stríð geisað í tæp 30 ár og hafa átökin stigmagnast á undanförnum mánuðum með ágengni vopnaðra vígahópa sem ætla sér að taka yfir borgir og bæi. Mannréttindabrot eru framin um land allt og kynferðisofbeldi er beitt sem stríðsvopni. Börn eru gríðarlega berskjölduð fyrir átökunum en fjöldi barna hefur verið drepinn eða þau beitt ofbeldi. Stríðið hefur oft verið nefnt Gleymda stríðið þar sem það hefur fengið litla alþjóðlega athygli. Ég vil þó tala um gleymdu börnin. Hér eru börn sem upplifa brot á mannréttindum alla daga. 80% barna undir 14 ára verða fyrir líkamlegu ofbeldi. Nærri ein af hverjum þremur stúlkum er neydd í hjónaband fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum fjórum stúlkum verður ólétt fyrir 18 ára. Á hverju ári neyðist fjöldi barna til að ganga til liðs við vígahópa og upplifa ofbeldi og átök frá fyrstu hendi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru með mjög öflug verkefni í austurhluta Kongó sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum. Samtökin vinna meðal annars með götubörnum í borginni Goma, en þar búa 20.000 börn á götunni. Barnaheill aðstoða börn við að sameinast ættingjum og fá öruggt húsaskjól, veita börnum sálfræði stuðning og aðstoða þau við að hefja nám; bóklegt eða verklegt. Verkefnið miðar vel og eru nokkrir unglingar, sem áður voru á götunni, farnir að stunda vinnu við þá verkgrein sem þeir völdu sér og þannig afla tekna. Í Kongó eru 113 milljónir manna, þar af eru 25 milljónir í brýnni nauðsyn fyrir mannúðaraðstoð. Ég átta mig á því að það er erfitt að aðstoða alla. En allir geta gert eitthvað. Hjálpumst að og verndum gleymdu börnin. Hægt er að styðja við starf Barnaheilla með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur styrktaraðili. Höfundur er verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun