Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar 17. apríl 2024 08:31 Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun