Raforkuöryggi til framtíðar Hafsteinn Gunnarsson skrifar 13. apríl 2024 08:01 Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun