Hótelið alls ekki sex hundruð metra frá ströndinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 16:51 Ekki kemur fram í úrskurðinum hvert parið ferðaðist. En hótelið var töluvert lengra frá ströndinni eða vatninu en þessi hús hér. Unsplash/Mariya Georgieva Íslenskt par sem ferðaðist á suðrænar slóðir í fyrrasumar fær 130 þúsund króna afslátt af ferðalagi sínu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í nokkur hundruð metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið. Þetta er niðurstaða kærunefndar um vöru- og þjónustukaup. Par keypti sér vikulanga pakkaferð sumarið 2023 og greiddi 293 þúsund krónur fyrir flug, gistingu og hálft fæði. Í kvörtun parsins til kærunefndarinnar kom fram að hótelið hefði verið auglýst sem fallegt sveitahótel í 600 metra fjarlægð frá strönd og um 90 mínútna akstursfjarlægð frá flugvelli. Hins vegar hafi komið í ljós að hótelið var staðsett í fjallshlíð í 7,2 kílómetra fjarlægð frá strandvegi. Þá var ástand herbergisins ekki gott að sögn parsins. Þá vísaði parið til þess að rúmið hefði verið gamalt, engar hurðir á skápum, sjónvarpið hafi verið lítið og lélegt og að enginn ísskápur eða loftræsting hafi verið á herberginu. Þá benti parið á að maturinn á hótelinu hefði verið óætur. Fólkið kvartað símleiðis og með tölvupósti og bauðst á fjórða degi að láta færa sig í annað herbergi. Þau ákváðu að yfirgefa hótelið og gista annars staðar í þrjár nætur. Kröfðust þau að fá endurgreidd 57% af ferðinni eða sem svaraði til fjögurra nótta af sjö. Auk þess 115 þúsund í skaðabætur vegna kostnaðar af gistingu á öðrum stað. Ferðaskrifstofan, sem ekki er nefnd á nafn í úrskurðinum, bar fyrir sig að um hefði verið að ræða þriggja stjörnu hótel sem væri almennt lakari en fjögurra eða fimm stjörnu hótel. Hótelskortur væri á svæðinu yfir hásumarið og gæði gististaða önnur en á nálægðum svæðum með nýrri hótelum. Þá bæru kaupendur alltaf ábyrgð á að staðreyna að það sem í boði væri henti þeirra þröfnum. Þá hafi ferðaskrifstofan þurft að gera upp við alla birgja. Nefndin féllst á það með parinu að aðbúnaður hafi verið lakari en reikna mætti með á þriggja stjörnu hóteli. Ferðaskrifstofan hefði ekki fullnægt skyldum sínum með boði um að skipta um hótelherbergi. Parið ætti því rétt á afslætti. Var ákveðið að parið fengi 130 þúsund krónur í afslátt sem svaraði til gistingar og fæðis síðustu þrjár næturnar til viðbótar við hæfilegan afslátt vegna tímans sem þau dvöldu á hótelinu. Kröfu um skaðabætur var vísað frá enda gætu þau ekki bæði krafist afsláttar og bóta. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðalög Neytendur Íslendingar erlendis Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar um vöru- og þjónustukaup. Par keypti sér vikulanga pakkaferð sumarið 2023 og greiddi 293 þúsund krónur fyrir flug, gistingu og hálft fæði. Í kvörtun parsins til kærunefndarinnar kom fram að hótelið hefði verið auglýst sem fallegt sveitahótel í 600 metra fjarlægð frá strönd og um 90 mínútna akstursfjarlægð frá flugvelli. Hins vegar hafi komið í ljós að hótelið var staðsett í fjallshlíð í 7,2 kílómetra fjarlægð frá strandvegi. Þá var ástand herbergisins ekki gott að sögn parsins. Þá vísaði parið til þess að rúmið hefði verið gamalt, engar hurðir á skápum, sjónvarpið hafi verið lítið og lélegt og að enginn ísskápur eða loftræsting hafi verið á herberginu. Þá benti parið á að maturinn á hótelinu hefði verið óætur. Fólkið kvartað símleiðis og með tölvupósti og bauðst á fjórða degi að láta færa sig í annað herbergi. Þau ákváðu að yfirgefa hótelið og gista annars staðar í þrjár nætur. Kröfðust þau að fá endurgreidd 57% af ferðinni eða sem svaraði til fjögurra nótta af sjö. Auk þess 115 þúsund í skaðabætur vegna kostnaðar af gistingu á öðrum stað. Ferðaskrifstofan, sem ekki er nefnd á nafn í úrskurðinum, bar fyrir sig að um hefði verið að ræða þriggja stjörnu hótel sem væri almennt lakari en fjögurra eða fimm stjörnu hótel. Hótelskortur væri á svæðinu yfir hásumarið og gæði gististaða önnur en á nálægðum svæðum með nýrri hótelum. Þá bæru kaupendur alltaf ábyrgð á að staðreyna að það sem í boði væri henti þeirra þröfnum. Þá hafi ferðaskrifstofan þurft að gera upp við alla birgja. Nefndin féllst á það með parinu að aðbúnaður hafi verið lakari en reikna mætti með á þriggja stjörnu hóteli. Ferðaskrifstofan hefði ekki fullnægt skyldum sínum með boði um að skipta um hótelherbergi. Parið ætti því rétt á afslætti. Var ákveðið að parið fengi 130 þúsund krónur í afslátt sem svaraði til gistingar og fæðis síðustu þrjár næturnar til viðbótar við hæfilegan afslátt vegna tímans sem þau dvöldu á hótelinu. Kröfu um skaðabætur var vísað frá enda gætu þau ekki bæði krafist afsláttar og bóta. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðalög Neytendur Íslendingar erlendis Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira