Elínborg leiði friðaboðskap kirkjunnar Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2024 09:01 Að skapa kirkjunni breiðan farveg friðar á Íslandi verður verkefni nýs biskups. Og það er ekkert áhlaupaverk því þar er bæði um að ræða frið og sátt um kirkjunnar störf og mikilvægi meðal okkar Íslendinga sem og sá boðskapur að boða og styðja frið í stríðshrjáðum heimi. Maðurinn háir linnulaus stríð við veröldina alla, við aðra menn og náttúruna. Á Íslandi er sótt að kirkjunni, hún sökuð um að vera gamaldags, úrelt og eiga ekki erindi við nútímann. Og vissulega er boðskapur hennar gamall enda rúmlega tvö þúsund ára. En það er enginn boðskapur betri. En það er hins vegar hvernig sá boðskapur er settur fram á hverjum tíma og honum fylgt eftir sem er verkefni hverrar kynslóðar, með þeim aðferðum sem hún hefur yfir að búa og þeim áherslum sem hún telur mikilvægastar og ég tel engan vafa á að því verkefni væri best komið hjá Elínborgu Sturludóttur. Fædd og uppalin á landsbyggðinni, hafandi þjónað sjávarbyggð, sveit og höfuðborginni sem prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og búið erlendis. Með víðtæka menntun í guðfræði og sálgæslu til að veita prestum og öðru starfsfólki kristinnar kirkju á Íslandi stuðning í störfum sínum. Í þjónustu sinni sem prestur hefur áhersla hennar á boðskap um frið verið aðalsmerki, allan hennar starfsferili. Hún hefur haft að leiðarljósi hljóða göngu pílagrímanna, ekki bara á hinum fræga Jakobsvegi heldur milli kirkna, úr Borgafirði , í Skálholt og svo nú síðast frá Dómkirkjunni í Reykjavík um höfuðborgina okkar allra. Á göngu gefst færi á að íhuga, koma friði og ró á hugann og þakka fyrir það sem er en einnig búa sig undir að takast á við það sem bíður. Og við erum alltaf öll að kalla eftir friði, innri friði og friði í veröldinni svo foreldrar megi horfa í augu barnanna sinna og sjá þar framtíðina. Ég hvet alla sem hafa atkvæðisrétt í komandi biskupskjöri að nýta sitt atkvæði og greiða það Elínborgu Sturludóttur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að skapa kirkjunni breiðan farveg friðar á Íslandi verður verkefni nýs biskups. Og það er ekkert áhlaupaverk því þar er bæði um að ræða frið og sátt um kirkjunnar störf og mikilvægi meðal okkar Íslendinga sem og sá boðskapur að boða og styðja frið í stríðshrjáðum heimi. Maðurinn háir linnulaus stríð við veröldina alla, við aðra menn og náttúruna. Á Íslandi er sótt að kirkjunni, hún sökuð um að vera gamaldags, úrelt og eiga ekki erindi við nútímann. Og vissulega er boðskapur hennar gamall enda rúmlega tvö þúsund ára. En það er enginn boðskapur betri. En það er hins vegar hvernig sá boðskapur er settur fram á hverjum tíma og honum fylgt eftir sem er verkefni hverrar kynslóðar, með þeim aðferðum sem hún hefur yfir að búa og þeim áherslum sem hún telur mikilvægastar og ég tel engan vafa á að því verkefni væri best komið hjá Elínborgu Sturludóttur. Fædd og uppalin á landsbyggðinni, hafandi þjónað sjávarbyggð, sveit og höfuðborginni sem prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og búið erlendis. Með víðtæka menntun í guðfræði og sálgæslu til að veita prestum og öðru starfsfólki kristinnar kirkju á Íslandi stuðning í störfum sínum. Í þjónustu sinni sem prestur hefur áhersla hennar á boðskap um frið verið aðalsmerki, allan hennar starfsferili. Hún hefur haft að leiðarljósi hljóða göngu pílagrímanna, ekki bara á hinum fræga Jakobsvegi heldur milli kirkna, úr Borgafirði , í Skálholt og svo nú síðast frá Dómkirkjunni í Reykjavík um höfuðborgina okkar allra. Á göngu gefst færi á að íhuga, koma friði og ró á hugann og þakka fyrir það sem er en einnig búa sig undir að takast á við það sem bíður. Og við erum alltaf öll að kalla eftir friði, innri friði og friði í veröldinni svo foreldrar megi horfa í augu barnanna sinna og sjá þar framtíðina. Ég hvet alla sem hafa atkvæðisrétt í komandi biskupskjöri að nýta sitt atkvæði og greiða það Elínborgu Sturludóttur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar