Er gjaldeyrisforðinn ekki fyrir alla? Heiðrún Jónsdóttir og Gústaf Steingrímsson skrifa 10. apríl 2024 11:31 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í síðustu viku um hækkun á svokallaðri fastri bindiskyldu lánastofnana úr 2% í 3%. Meginrök nefndarinnar fyrir þessari breytingu var að dreifa betur kostnaði við að reka sjálfstæða peningastefnu og fjármagna gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Í því felst að lánastofnunum, einkum bönkum, ber að leggja ákveðna fjárhæð inn á reikning í Seðlabankanum, án þess að Seðlabankinn greiði vexti af þeirri fjárhæð. Áætla má að miðað við núverandi vaxtastig verði lánastofnanir í það heila af um 8 milljörðum króna á ári í tapaðar vaxtatekjur. Þessi breyting er ígildi skattahækkunar á bankakerfið hér á landi og verður ekki annað skilið af tilkynningunni en að breytingin sé til langframa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur kveðið úr um að tilvist eða hækkun bindiskyldu á fé, sem liggur vaxtalaust, sé ekkert frábrugðin hefðbundinni skattlagningu á fjármálastarfsemi og virki með sama hætti. Með þessari aðgerð er því verið að hækka enn álögur á íslenska bankakerfið en þær voru verulega háar fyrir sé horft til samanburðarlanda. Það er þekkt hagfræðilegt lögmál að þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki er aukinni skattbyrði alla jafna deilt milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess með einhverjum hætti. Auknar álögur á bankakerfið mun því ávallt á endanum hafa einhver neikvæð áhrif á viðskiptavini þess. Hækkun bindiskyldunnar viðbótarskattlagning upp á tæpa 3 milljarða Í dag eru rúmlega 60 milljarðar króna af fjármunum íslensku lánsstofnana bundnir hjá Seðlabankanum þar sem þeir bera enga vexti. Hækkun bindiskyldunnar úr 2% í 3% bindur um 30 milljarða króna til viðbótar. Samtals verða þetta því 90 milljarðar króna sem bankarnir gætu ella nýtt til tekjuöflunar í stað þess að láta þá sitja vaxtalausa í Seðlabankanum. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabankans 9,25%. Væri bönkum frjálst að ávaxta þessa 30 milljarða má áætla að vaxtatekjur þeirra af þeirri fjárhæð næmu hátt í 3 milljörðum króna á ári miðað við núverandi vaxtastig, og er sú fjárhæð því ígildi viðbótarskattlagningar á bankana. Til samanburðar er bindiskylda hjá Evrópska Seðlabankanum 1% og bindiskyldan hér á landi því þrefalt hærri. Íslenskir bankar þurfa því að binda 60 milljarða króna umfram það sem gengur og gerist í evrulöndum. Væri bindiskyldan hér á landi sú sama og í Evrópu væru tekjur bankanna 5,8 milljörðum króna meiri á ársgrundvelli miðað við núverandi vaxtastig. Það má því segja sem svo að skattlagning í formi bindiskyldu á innlent bankakerfi umfram það evrópska séu 5,8 milljarðar króna. Til samanburðar er áætlað að sérstakir skattar á innlend fjármálafyrirtæki og eftirlitsskylda aðila sem þegar eru til staðar nemi tæpum 21 milljarði króna á þessu ári. Þetta eru skattar umfram skatta sem bankar greiða eins og öll önnur fyrirtæki hér á landi á borð við tekjuskatt og rýra samkeppnisstöðu innlendra fjármálafyrirtækja. Þessa fjármuni mætti nota til að efla bankanna frekar t.d. með tækniþróun eða sinna betur þörfum viðskiptavina sinna. Allir njóta ábata af gjaldeyrisforðanum, ekki bara bankarnir Líta má á vaxtamuninn milli Íslands og viðskiptalandanna sem kostnaðinn við að halda gjaldeyrisforðann. Eftir því sem þessi vaxtamunur er meiri er kostnaðurinn meiri. Vaxtamunurinn í dag er í hærri kantinum enda vextir hér á landi í hærra lagi nú um stundir. Nettó kostnaður við að halda forðann á hverju ári er þessi vaxtamunur að frádregnum mögulegum hagnaði af forðanum vegna gengisbreytinga. Ef krónan veikist er gengishagnaður af forðanum sem vegur þá á móti tapinu vegna vaxtamunarins. Sum ár er vaxtamunurinn hærri en gengishagnaðurinn og því bókhaldslegt tap af því að halda forðann. Önnur ár er nettóhagnaður af því að halda forðann þegar gengishagnaðurinn er meiri en sem nemur vaxtamuninum. Seðlabankinn vill að viðskiptabankarnir taki þátt í að fjármagna gjaldeyrisforðann en gerir ekki sömu kröfur á annan fyrirtækjarekstur í landinu. Þannig eru ekki lagðar slíkar álögur á önnur fyrirtæki í landinu sem eru eyrnamerktar því að fjármagna gjaldeyrisforðann. Það er vissulega svo að bankakerfið hér á landi nýtur ábata af gjaldeyrisforðanum s.s. í formi lægri vaxtakjara í erlendri mynt vegna lægra áhættuálags. Ábatinn af forðanum endar hins vegar ekki þar því öll heimili og fyrirtæki landsins njóta ábatans enda hefur tilvist gjaldeyrisforðans margvíslega jákvæð áhrif s.s. að draga úr sveiflum á gengi krónunnar og styðja við peningastefnuna og verðbólguþróun. Þjóðhagslegt varúðartæki á að fjármagna af hinu opinbera Gjaldeyrisforðinn er þjóðhagslegt varúðartæki sem er ætlað að vernda alla innlenda aðila fyrir efnahagslegum áföllum. Honum var ekki komið á fót til þess eins að styðja við innlenda banka og því vandséð að bankarnir eigi einir að fjármagna forðann. Eðlilegt er að þjóðhagslegt varúðartæki sé fjármagnað að fullu af hinu opinbera og að ekki sé valinn ákveðinn hópur fyrirtækja sem eigi að bera þann kostnað. Ef niðurstaðan verður að viðskiptabankarnir eigi einir fyrirtækja að taka þátt í að fjármagna forðann hlýtur að vera rétt að skoða það að þeir njóti þess þegar gengishagnaður er af forðanum vegna veikingar krónu. Í rökstuðningi Seðlabankans verður ekki annað lesið en að bankarnir eigi að fjármagna kostnaðinn þegar hann er til staðar en geti ekki gert tilkall til gengishagnaðar af forðanum þegar hann er til staðar. Æskilegt væri að þetta yrði skoðað betur. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kalla eftir samtali við Seðlabankann og stjórnvöld um hvort aðrar leiðir séu færar fyrir Seðlabankann um að ná sömu markmiðum. Viðbótarskattlagning á fjármálaþjónustu hér á landi umfram núverandi skatta, sem eru fyrir mun hærri en þekkist í nágrannaríkjunum, er síst til þess fallin að styrkja samkeppnishæfni innlendrar fjármálaþjónustu og möguleika til að sinna þörfum viðskiptavina sem best, sem eru fyrst og fremst innlend heimili og fyrirtæki. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Gústaf er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Seðlabankinn Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í síðustu viku um hækkun á svokallaðri fastri bindiskyldu lánastofnana úr 2% í 3%. Meginrök nefndarinnar fyrir þessari breytingu var að dreifa betur kostnaði við að reka sjálfstæða peningastefnu og fjármagna gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Í því felst að lánastofnunum, einkum bönkum, ber að leggja ákveðna fjárhæð inn á reikning í Seðlabankanum, án þess að Seðlabankinn greiði vexti af þeirri fjárhæð. Áætla má að miðað við núverandi vaxtastig verði lánastofnanir í það heila af um 8 milljörðum króna á ári í tapaðar vaxtatekjur. Þessi breyting er ígildi skattahækkunar á bankakerfið hér á landi og verður ekki annað skilið af tilkynningunni en að breytingin sé til langframa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur kveðið úr um að tilvist eða hækkun bindiskyldu á fé, sem liggur vaxtalaust, sé ekkert frábrugðin hefðbundinni skattlagningu á fjármálastarfsemi og virki með sama hætti. Með þessari aðgerð er því verið að hækka enn álögur á íslenska bankakerfið en þær voru verulega háar fyrir sé horft til samanburðarlanda. Það er þekkt hagfræðilegt lögmál að þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki er aukinni skattbyrði alla jafna deilt milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess með einhverjum hætti. Auknar álögur á bankakerfið mun því ávallt á endanum hafa einhver neikvæð áhrif á viðskiptavini þess. Hækkun bindiskyldunnar viðbótarskattlagning upp á tæpa 3 milljarða Í dag eru rúmlega 60 milljarðar króna af fjármunum íslensku lánsstofnana bundnir hjá Seðlabankanum þar sem þeir bera enga vexti. Hækkun bindiskyldunnar úr 2% í 3% bindur um 30 milljarða króna til viðbótar. Samtals verða þetta því 90 milljarðar króna sem bankarnir gætu ella nýtt til tekjuöflunar í stað þess að láta þá sitja vaxtalausa í Seðlabankanum. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabankans 9,25%. Væri bönkum frjálst að ávaxta þessa 30 milljarða má áætla að vaxtatekjur þeirra af þeirri fjárhæð næmu hátt í 3 milljörðum króna á ári miðað við núverandi vaxtastig, og er sú fjárhæð því ígildi viðbótarskattlagningar á bankana. Til samanburðar er bindiskylda hjá Evrópska Seðlabankanum 1% og bindiskyldan hér á landi því þrefalt hærri. Íslenskir bankar þurfa því að binda 60 milljarða króna umfram það sem gengur og gerist í evrulöndum. Væri bindiskyldan hér á landi sú sama og í Evrópu væru tekjur bankanna 5,8 milljörðum króna meiri á ársgrundvelli miðað við núverandi vaxtastig. Það má því segja sem svo að skattlagning í formi bindiskyldu á innlent bankakerfi umfram það evrópska séu 5,8 milljarðar króna. Til samanburðar er áætlað að sérstakir skattar á innlend fjármálafyrirtæki og eftirlitsskylda aðila sem þegar eru til staðar nemi tæpum 21 milljarði króna á þessu ári. Þetta eru skattar umfram skatta sem bankar greiða eins og öll önnur fyrirtæki hér á landi á borð við tekjuskatt og rýra samkeppnisstöðu innlendra fjármálafyrirtækja. Þessa fjármuni mætti nota til að efla bankanna frekar t.d. með tækniþróun eða sinna betur þörfum viðskiptavina sinna. Allir njóta ábata af gjaldeyrisforðanum, ekki bara bankarnir Líta má á vaxtamuninn milli Íslands og viðskiptalandanna sem kostnaðinn við að halda gjaldeyrisforðann. Eftir því sem þessi vaxtamunur er meiri er kostnaðurinn meiri. Vaxtamunurinn í dag er í hærri kantinum enda vextir hér á landi í hærra lagi nú um stundir. Nettó kostnaður við að halda forðann á hverju ári er þessi vaxtamunur að frádregnum mögulegum hagnaði af forðanum vegna gengisbreytinga. Ef krónan veikist er gengishagnaður af forðanum sem vegur þá á móti tapinu vegna vaxtamunarins. Sum ár er vaxtamunurinn hærri en gengishagnaðurinn og því bókhaldslegt tap af því að halda forðann. Önnur ár er nettóhagnaður af því að halda forðann þegar gengishagnaðurinn er meiri en sem nemur vaxtamuninum. Seðlabankinn vill að viðskiptabankarnir taki þátt í að fjármagna gjaldeyrisforðann en gerir ekki sömu kröfur á annan fyrirtækjarekstur í landinu. Þannig eru ekki lagðar slíkar álögur á önnur fyrirtæki í landinu sem eru eyrnamerktar því að fjármagna gjaldeyrisforðann. Það er vissulega svo að bankakerfið hér á landi nýtur ábata af gjaldeyrisforðanum s.s. í formi lægri vaxtakjara í erlendri mynt vegna lægra áhættuálags. Ábatinn af forðanum endar hins vegar ekki þar því öll heimili og fyrirtæki landsins njóta ábatans enda hefur tilvist gjaldeyrisforðans margvíslega jákvæð áhrif s.s. að draga úr sveiflum á gengi krónunnar og styðja við peningastefnuna og verðbólguþróun. Þjóðhagslegt varúðartæki á að fjármagna af hinu opinbera Gjaldeyrisforðinn er þjóðhagslegt varúðartæki sem er ætlað að vernda alla innlenda aðila fyrir efnahagslegum áföllum. Honum var ekki komið á fót til þess eins að styðja við innlenda banka og því vandséð að bankarnir eigi einir að fjármagna forðann. Eðlilegt er að þjóðhagslegt varúðartæki sé fjármagnað að fullu af hinu opinbera og að ekki sé valinn ákveðinn hópur fyrirtækja sem eigi að bera þann kostnað. Ef niðurstaðan verður að viðskiptabankarnir eigi einir fyrirtækja að taka þátt í að fjármagna forðann hlýtur að vera rétt að skoða það að þeir njóti þess þegar gengishagnaður er af forðanum vegna veikingar krónu. Í rökstuðningi Seðlabankans verður ekki annað lesið en að bankarnir eigi að fjármagna kostnaðinn þegar hann er til staðar en geti ekki gert tilkall til gengishagnaðar af forðanum þegar hann er til staðar. Æskilegt væri að þetta yrði skoðað betur. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kalla eftir samtali við Seðlabankann og stjórnvöld um hvort aðrar leiðir séu færar fyrir Seðlabankann um að ná sömu markmiðum. Viðbótarskattlagning á fjármálaþjónustu hér á landi umfram núverandi skatta, sem eru fyrir mun hærri en þekkist í nágrannaríkjunum, er síst til þess fallin að styrkja samkeppnishæfni innlendrar fjármálaþjónustu og möguleika til að sinna þörfum viðskiptavina sem best, sem eru fyrst og fremst innlend heimili og fyrirtæki. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Gústaf er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar