Samkeppni í sjóflutningum – hvað gerist næst? Ólafur Stephensen skrifar 9. apríl 2024 12:31 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa síðastliðið haust og háar sektir, sem lagðar hafa verið á Samskip og Eimskip fyrir ólögmætt samráð, vöktu mikla athygli. Sama má segja um úttekt, sem Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin um samfélagslegt tjón af samráðinu. Niðurstaðan var að það væri samtals 62 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs. Aðgerðir stjórnvalda skipta máli Tilmæli Samkeppniseftirlitsins um næstu skref í málinu hafa ekki fengið eins mikla athygli, en skipta þó fullt eins miklu máli hvað það varðar að efla samkeppni í flutningum og sjá til þess að virkt samkeppnisumhverfi skili íslenzku atvinnulífi og neytendum þeim ávinningi, sem frjáls samkeppni gerir alla jafna. Samráðið og sektirnar eru mál sem er í fortíðinni og við lærum vonandi af, en aðgerðir stjórnvalda og fyrirtækja til að koma á heilbrigðri samkeppni skipta öllu fyrir framtíðina. Eitt algengasta umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er hár flutningskostnaður, ógegnsæ verðskrá stóru skipafélaganna, þar sem nýjum gjöldum er iðulega skellt á án fullnægjandi rökstuðnings, og ónóg samkeppni í flutningum til og frá landinu. Fyrir samfélagið allt er virk samkeppni á þessu sviði gríðarlegt hagsmunamál. Fá fyrirtæki í landinu eru óháð flutningskostnaði og sá kostnaður vegur þyngra í vöruverði hér á landi en víða annars staðar. FA fylgir eftir áliti Samkeppniseftirlitsins FA hefur þess vegna lagt áherzlu á að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda frá því í byrjun september sl. Áliti SE var beint til innviðaráðherra, Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Hvað Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir varðar, snúa tilmælin einkum að því að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu í Sundahöfn og eftir atvikum öðrum höfnum, sem geri þeim kleift að keppa án mismununar við stærri aðila í sjóflutningum. Tilmælin til innviðaráðherra snúa að því sama, auk þess að ráðherra hugi að aðgerðum sem hann hefur á valdi sínu til þess að efla samkeppni í landflutningum og skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. FA sendi Reykjavíkurborg, Faxaflóahöfnum og Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra erindi um miðjan október og óskaði svara um til hvaða ráðstafana þessir aðilar hefðu gripið í framhaldi af áliti SE og hvort einhver vinna hefði verið sett í gang. Þá var spurt hver stefna þessara aðila væri varðandi skipulag og rekstur Sundahafnar með tilliti til samkeppnismála og aðgangs keppinauta stóru skipafélaganna að hafnaraðstöðu og skipaafgreiðslu. Ráðherra var jafnframt spurður út í stefnu sína varðandi aðgerðir til að efla samkeppni í landflutningum og til að auka aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Allir viðtakendur erindisins voru beðnir um að gera grein fyrir tímaramma þeirra aðgerða, sem þeir hyggjast ráðast í. Jákvæð viðbrögð frá borgar- og hafnaryfirvöldum...FA og fleiri samtök, sem hafa látið sig málið varða, hafa fengið jákvæð viðbrögð frá bæði Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum. Snemma í janúar voru fulltrúar FA, VR og Neytendasamtakanna boðaðir á fund með borgarstjóranum í Reykjavík, hafnarstjóra og stjórnarformanni Faxaflóahafna og þar kom fram skýr vilji til að breyta rekstrarmódeli Faxaflóahafna þannig að Eimskip og Samskip reki ekki skipaafgreiðsluna, heldur verði það hafnirnar sjálfar eða óháður þriðji aðili. Fram kom á þeim fundi að slík breyting væri bæði flókin og tæki langan tíma en markmiðið væri skýrt; að tryggja opna samkeppni.Sömu samtök voru boðuð á fund borgarráðs Reykjavíkur í síðustu viku og óhætt er að segja að þar hafi verið ítrekaður vilji borgar- og hafnaryfirvalda til að gera breytingar, sem muni efla samkeppni í Sundahöfn.... og innviðaráðuneytið vinnur í málinuÍ framhaldi af fundinum með borgarráði var erindið til innviðaráðherra ítrekað og svör bárust um hæl, um að ráðuneytið hefði fundað með Samkeppniseftirlitinu um tilmælin til ráðherra. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið taki alvarlega þau sjónarmið sem komi fram í áliti SE og leiti nú leiða til að koma til móts við þau. Ráðuneytið telji ekki tímabært að upplýsa um endanleg viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins en sú vinna sé yfirstandandi og lagt upp með að klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.Taka skipafélögin þátt í breytingum eða þvælast fyrir?Segja má að hinar svimandi háu tölur í úttekt Analytica, sem nefnd var hér í upphafi, varpi ljósi á það hversu gríðarlegan hag samfélagið allt, bæði fyrirtæki og neytendur, hefur af því að hér sé virk samkeppni á flutningamarkaði. Viðbrögð stjórnvalda við tilmælum Samkeppniseftirlitsins skipta því miklu máli.Stóru skipafélögin, Eimskip og Samskip, ættu að taka þátt í þeim breytingum sem Samkeppniseftirlitið leggur til, vinna með stjórnvöldum og gera sitt til að hraða breytingunum en ekki að þvælast fyrir þeim. Það er raunar eina leið þessara fyrirtækja til að endurheimta orðspor sitt og viðskiptavild.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa síðastliðið haust og háar sektir, sem lagðar hafa verið á Samskip og Eimskip fyrir ólögmætt samráð, vöktu mikla athygli. Sama má segja um úttekt, sem Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin um samfélagslegt tjón af samráðinu. Niðurstaðan var að það væri samtals 62 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs. Aðgerðir stjórnvalda skipta máli Tilmæli Samkeppniseftirlitsins um næstu skref í málinu hafa ekki fengið eins mikla athygli, en skipta þó fullt eins miklu máli hvað það varðar að efla samkeppni í flutningum og sjá til þess að virkt samkeppnisumhverfi skili íslenzku atvinnulífi og neytendum þeim ávinningi, sem frjáls samkeppni gerir alla jafna. Samráðið og sektirnar eru mál sem er í fortíðinni og við lærum vonandi af, en aðgerðir stjórnvalda og fyrirtækja til að koma á heilbrigðri samkeppni skipta öllu fyrir framtíðina. Eitt algengasta umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er hár flutningskostnaður, ógegnsæ verðskrá stóru skipafélaganna, þar sem nýjum gjöldum er iðulega skellt á án fullnægjandi rökstuðnings, og ónóg samkeppni í flutningum til og frá landinu. Fyrir samfélagið allt er virk samkeppni á þessu sviði gríðarlegt hagsmunamál. Fá fyrirtæki í landinu eru óháð flutningskostnaði og sá kostnaður vegur þyngra í vöruverði hér á landi en víða annars staðar. FA fylgir eftir áliti Samkeppniseftirlitsins FA hefur þess vegna lagt áherzlu á að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda frá því í byrjun september sl. Áliti SE var beint til innviðaráðherra, Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Hvað Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir varðar, snúa tilmælin einkum að því að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu í Sundahöfn og eftir atvikum öðrum höfnum, sem geri þeim kleift að keppa án mismununar við stærri aðila í sjóflutningum. Tilmælin til innviðaráðherra snúa að því sama, auk þess að ráðherra hugi að aðgerðum sem hann hefur á valdi sínu til þess að efla samkeppni í landflutningum og skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. FA sendi Reykjavíkurborg, Faxaflóahöfnum og Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra erindi um miðjan október og óskaði svara um til hvaða ráðstafana þessir aðilar hefðu gripið í framhaldi af áliti SE og hvort einhver vinna hefði verið sett í gang. Þá var spurt hver stefna þessara aðila væri varðandi skipulag og rekstur Sundahafnar með tilliti til samkeppnismála og aðgangs keppinauta stóru skipafélaganna að hafnaraðstöðu og skipaafgreiðslu. Ráðherra var jafnframt spurður út í stefnu sína varðandi aðgerðir til að efla samkeppni í landflutningum og til að auka aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Allir viðtakendur erindisins voru beðnir um að gera grein fyrir tímaramma þeirra aðgerða, sem þeir hyggjast ráðast í. Jákvæð viðbrögð frá borgar- og hafnaryfirvöldum...FA og fleiri samtök, sem hafa látið sig málið varða, hafa fengið jákvæð viðbrögð frá bæði Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum. Snemma í janúar voru fulltrúar FA, VR og Neytendasamtakanna boðaðir á fund með borgarstjóranum í Reykjavík, hafnarstjóra og stjórnarformanni Faxaflóahafna og þar kom fram skýr vilji til að breyta rekstrarmódeli Faxaflóahafna þannig að Eimskip og Samskip reki ekki skipaafgreiðsluna, heldur verði það hafnirnar sjálfar eða óháður þriðji aðili. Fram kom á þeim fundi að slík breyting væri bæði flókin og tæki langan tíma en markmiðið væri skýrt; að tryggja opna samkeppni.Sömu samtök voru boðuð á fund borgarráðs Reykjavíkur í síðustu viku og óhætt er að segja að þar hafi verið ítrekaður vilji borgar- og hafnaryfirvalda til að gera breytingar, sem muni efla samkeppni í Sundahöfn.... og innviðaráðuneytið vinnur í málinuÍ framhaldi af fundinum með borgarráði var erindið til innviðaráðherra ítrekað og svör bárust um hæl, um að ráðuneytið hefði fundað með Samkeppniseftirlitinu um tilmælin til ráðherra. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið taki alvarlega þau sjónarmið sem komi fram í áliti SE og leiti nú leiða til að koma til móts við þau. Ráðuneytið telji ekki tímabært að upplýsa um endanleg viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins en sú vinna sé yfirstandandi og lagt upp með að klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.Taka skipafélögin þátt í breytingum eða þvælast fyrir?Segja má að hinar svimandi háu tölur í úttekt Analytica, sem nefnd var hér í upphafi, varpi ljósi á það hversu gríðarlegan hag samfélagið allt, bæði fyrirtæki og neytendur, hefur af því að hér sé virk samkeppni á flutningamarkaði. Viðbrögð stjórnvalda við tilmælum Samkeppniseftirlitsins skipta því miklu máli.Stóru skipafélögin, Eimskip og Samskip, ættu að taka þátt í þeim breytingum sem Samkeppniseftirlitið leggur til, vinna með stjórnvöldum og gera sitt til að hraða breytingunum en ekki að þvælast fyrir þeim. Það er raunar eina leið þessara fyrirtækja til að endurheimta orðspor sitt og viðskiptavild.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun