Áfram saman Elínborg Sturludóttir skrifar 9. apríl 2024 10:31 Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun