Áfram saman Elínborg Sturludóttir skrifar 9. apríl 2024 10:31 Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun