Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 09:45 Pawel lýsir vorinu sem endalausri og vonlausri baráttu við veturinn og segir að sér finnist best að taka pásu frá áfengi á þessum tíma. Vísir/Arnar Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi Viðreisnar er á degi þrjátíu í áfengispásu. Hann segist aldrei hafa haft eins mikinn tíma í sólarhringnum. Pawel gerir þetta reglulega, einu sinni tvisvar á ári, oftast á vorin sem hann lýsir sem langbesta tímanum í þetta. Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira