Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 09:45 Pawel lýsir vorinu sem endalausri og vonlausri baráttu við veturinn og segir að sér finnist best að taka pásu frá áfengi á þessum tíma. Vísir/Arnar Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi Viðreisnar er á degi þrjátíu í áfengispásu. Hann segist aldrei hafa haft eins mikinn tíma í sólarhringnum. Pawel gerir þetta reglulega, einu sinni tvisvar á ári, oftast á vorin sem hann lýsir sem langbesta tímanum í þetta. Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“