Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 08:59 Drengur fær sér vatn að drekka við strætisvagnastöð á heitum sumardegi í Hyderbad á Indlandi. AP/Mahesh Kumar Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35