Áhrif veiðarfæra á losun koltvísýrings og líffræðilega fjölbreytni á hafsbotni Bjarni Jónsson skrifar 6. apríl 2024 13:40 Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. Veiðar og önnur athafnasemi á þessum svæðum þarf því ekki einungis að vera sjálfbær heldur þarf einnig að umgangast hafsbotninn af nærgætni. Það á ekki síst við með notkun og vali á veiðarfærum. Ekki liggur fyrir hversu mikið af koltvísýringi losnar við notkun mismunandi veiðarfæra sem dregin eru eftir botni eða vegna dýpkunar og mannvirkjagerðar á grunnsævi og mikilvægt að gera á því bragarbót. Því hef ég lagt fram tillögu á Alþingi um að matvælaráðherra verði falið að kanna losun gróðurhúsalofttegunda neðansjávar vegna jarðrasks af hafsbotni með tilliti til mismunandi veiðarfæra og áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni. Í hafinu er að finna einstök vistkerfi sem standa undir áframhaldandi tilvist okkar og lífi á jörðinni. Þangað sækjum við mat og nýtum auðlindir sem þarf að ganga varfærnislega um. Höfin geyma gríðarlegt magn af kolefni með því að drekka í sig stóran hluta alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið. Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ varðar þá almennu trú manna að hafið taki án takmarkana við úrgangi og losun af mannavöldum. Í þessu má finna nokkurn sannleika en aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur þýtt að hafið gleypir aukið magn koltvísýrings. Þegar magn koltvísýrings eykst í hafinu verða efnaskipti sem lækka sýrustig þess og leiða til súrnunar sem í senn hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Máltækið er því dýru verði keypt og víst til þess fallið að ganga nærri lífríkinu og gáfu hafsins til þess að fanga gróðurhúsalofttegundir til langframa. Þessi eiginleiki hafsins til að fanga gróðurhúsalofttegundir er lykilatriði í hringrás kolefnis og stuðlar að jafnvægi á milli vistkerfa. Talið er að sjórinn hafi gleypt um 40% losunar af mannavöldum frá upphafi iðnbyltingarinnar í gegnum ýmsa líffræðilega ferla eins og stiklað var á að framan. Óljóst er hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað þegar veiðarfæri eru dregin eftir hafsbotni og í því tilliti mikilvægt að það sé reiknað sem hluti af losun koltvísýrings vegna ólíkra veiða, með mismunandi veiðarfærum. Hér á landi eru veiðar stundaðar með átta ólíkum veiðarfærum. Þau eru botnvarpa, lína, net, flotvarpa, snurvoð, handfæri, plógur og gildrur. Áhrif þeirra á umhverfið eru ólík. Það er mikilvægt að styðja enn frekar við rannsóknir og eftirlit með áhrifum veiðarfæra, en ekki síður að þær rannsóknir taki einnig til losunar gróðurhúsalofttegunda af hafsbotni vegna þess jarðrasks sem kann að hljótast af mismunandi veiðarfærum eftir botnlagi. Í alþjóðlegu samhengi er ekki víða að finna skipulagt eftirlit sem slíkt og því enn fremur tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að vera leiðandi í eftirliti með losun frá hafsbotni sem kemur til vegna veiðarfæra. Höfundur er fiskifræðingur og þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Bjarni Jónsson Vinstri græn Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. Veiðar og önnur athafnasemi á þessum svæðum þarf því ekki einungis að vera sjálfbær heldur þarf einnig að umgangast hafsbotninn af nærgætni. Það á ekki síst við með notkun og vali á veiðarfærum. Ekki liggur fyrir hversu mikið af koltvísýringi losnar við notkun mismunandi veiðarfæra sem dregin eru eftir botni eða vegna dýpkunar og mannvirkjagerðar á grunnsævi og mikilvægt að gera á því bragarbót. Því hef ég lagt fram tillögu á Alþingi um að matvælaráðherra verði falið að kanna losun gróðurhúsalofttegunda neðansjávar vegna jarðrasks af hafsbotni með tilliti til mismunandi veiðarfæra og áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni. Í hafinu er að finna einstök vistkerfi sem standa undir áframhaldandi tilvist okkar og lífi á jörðinni. Þangað sækjum við mat og nýtum auðlindir sem þarf að ganga varfærnislega um. Höfin geyma gríðarlegt magn af kolefni með því að drekka í sig stóran hluta alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið. Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ varðar þá almennu trú manna að hafið taki án takmarkana við úrgangi og losun af mannavöldum. Í þessu má finna nokkurn sannleika en aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur þýtt að hafið gleypir aukið magn koltvísýrings. Þegar magn koltvísýrings eykst í hafinu verða efnaskipti sem lækka sýrustig þess og leiða til súrnunar sem í senn hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Máltækið er því dýru verði keypt og víst til þess fallið að ganga nærri lífríkinu og gáfu hafsins til þess að fanga gróðurhúsalofttegundir til langframa. Þessi eiginleiki hafsins til að fanga gróðurhúsalofttegundir er lykilatriði í hringrás kolefnis og stuðlar að jafnvægi á milli vistkerfa. Talið er að sjórinn hafi gleypt um 40% losunar af mannavöldum frá upphafi iðnbyltingarinnar í gegnum ýmsa líffræðilega ferla eins og stiklað var á að framan. Óljóst er hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað þegar veiðarfæri eru dregin eftir hafsbotni og í því tilliti mikilvægt að það sé reiknað sem hluti af losun koltvísýrings vegna ólíkra veiða, með mismunandi veiðarfærum. Hér á landi eru veiðar stundaðar með átta ólíkum veiðarfærum. Þau eru botnvarpa, lína, net, flotvarpa, snurvoð, handfæri, plógur og gildrur. Áhrif þeirra á umhverfið eru ólík. Það er mikilvægt að styðja enn frekar við rannsóknir og eftirlit með áhrifum veiðarfæra, en ekki síður að þær rannsóknir taki einnig til losunar gróðurhúsalofttegunda af hafsbotni vegna þess jarðrasks sem kann að hljótast af mismunandi veiðarfærum eftir botnlagi. Í alþjóðlegu samhengi er ekki víða að finna skipulagt eftirlit sem slíkt og því enn fremur tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að vera leiðandi í eftirliti með losun frá hafsbotni sem kemur til vegna veiðarfæra. Höfundur er fiskifræðingur og þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun