Þórkatla heldur Grindvíkingum í heljargreipum Soffía Snædís Sveinsdóttir skrifar 5. apríl 2024 09:30 Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup fullyrti Þórkatla að ferlið tæki um 2 til 4 vikur. Talað var um að þær eignir þar sem ekki var um að ræða aukið flækjustig gætu gengið hraðar í gegn, aðrar myndu taka lengri tíma. Ekki hefur heyrst múkk frá Þórkötlu eða framkvæmdastjóra félagsins, Erni Viðari Skúlasyni. Ekkert síðan 27. mars þegar fréttin var birt um að uppkaup myndu hefjast í byrjun apríl. Ekki orð. Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? tvær vikur? mánuð? Fyrir mörg er skaðinn þegar skeður og nokkuð ljóst úr því sem komið er að fleiri munu tapa þeim eignum sem tilboð voru gerð í. Þeim heimilum sem fólk var byrjað að sjá sig fyrir sér að byrja nýtt líf í. Því öryggi sem við ætluðum að búa börnunum okkar. Fótunum er enn á ný kippt undan okkur og í þetta sinn er það Þórkatla sem dregur okkur niður. Þórkatla gefur skít í okkur. Það að standa ekki við gefin loforð er eitt, það að þegja og miðla ekki upplýsingum er annað. Við erum þolinmótt fólk, við þurfum bara upplýsingar til að reyna að vinna úr okkar málum. Ég hef heyrt ávinning af því að rafræna lausnin sé það sem er að tefja ferlið. Þessi fína lausn sem byrjað var að vinna í fyrir áramót. Ef það er tilfellið er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og boða okkur til undirritunar með gamla laginu. Það er nokkuð ljóst að Þórkatla hefur ekki verið vakin og sofin yfir þessu verkefni, þar á bæ hefur sennilega enginn verið í vinnu yfir páskana, um kvöldin og um helgar. Sum verkefni eru bara þess eðlis að þau þurfa að klárast hratt og vel. Stundum þarf bara að spíta í lófana og láta hlutina ganga og ef fyrsta lausnin virkar ekki, þarf bara að halda áfram og prófa næstu. Girðið ykkur í brók! Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt! Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup fullyrti Þórkatla að ferlið tæki um 2 til 4 vikur. Talað var um að þær eignir þar sem ekki var um að ræða aukið flækjustig gætu gengið hraðar í gegn, aðrar myndu taka lengri tíma. Ekki hefur heyrst múkk frá Þórkötlu eða framkvæmdastjóra félagsins, Erni Viðari Skúlasyni. Ekkert síðan 27. mars þegar fréttin var birt um að uppkaup myndu hefjast í byrjun apríl. Ekki orð. Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? tvær vikur? mánuð? Fyrir mörg er skaðinn þegar skeður og nokkuð ljóst úr því sem komið er að fleiri munu tapa þeim eignum sem tilboð voru gerð í. Þeim heimilum sem fólk var byrjað að sjá sig fyrir sér að byrja nýtt líf í. Því öryggi sem við ætluðum að búa börnunum okkar. Fótunum er enn á ný kippt undan okkur og í þetta sinn er það Þórkatla sem dregur okkur niður. Þórkatla gefur skít í okkur. Það að standa ekki við gefin loforð er eitt, það að þegja og miðla ekki upplýsingum er annað. Við erum þolinmótt fólk, við þurfum bara upplýsingar til að reyna að vinna úr okkar málum. Ég hef heyrt ávinning af því að rafræna lausnin sé það sem er að tefja ferlið. Þessi fína lausn sem byrjað var að vinna í fyrir áramót. Ef það er tilfellið er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og boða okkur til undirritunar með gamla laginu. Það er nokkuð ljóst að Þórkatla hefur ekki verið vakin og sofin yfir þessu verkefni, þar á bæ hefur sennilega enginn verið í vinnu yfir páskana, um kvöldin og um helgar. Sum verkefni eru bara þess eðlis að þau þurfa að klárast hratt og vel. Stundum þarf bara að spíta í lófana og láta hlutina ganga og ef fyrsta lausnin virkar ekki, þarf bara að halda áfram og prófa næstu. Girðið ykkur í brók! Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt! Höfundur er Grindvíkingur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun