Gerum það sem við getum: Sniðgöngum Rapyd og vörur frá Ísrael Auður Styrkársdóttir skrifar 5. apríl 2024 07:30 Ísraelsríki var stofnað þann 14. maí árið 1948 með stuðningi alþjóðasamfélagsins, og óþarfi að rifja upp þá sögu. Margir vita ekki, að þann 15. maí ár hvert er sorgardagur Palestínumanna, kallaður Nakba. Hörmungar. Þann dag árið 1948 og næstu daga og vikur voru 750.000 menn, konur og börn hrakin úr 500 bæjum og þorpum, og þeim ýmist eytt eða gyðingar settust þar að og gáfu öllu nýtt nafn. Eitt þessara þorpa hét Tantura og var friðsælt fiskiþorp. Nú er þar vinsæll baðstaður gyðinga. Þar hafa fundist fjöldagrafir. Um þetta má lesa á netinu. Ofbeldið hefur dunið á Palestínumönnum æ síðan. Nú eru um sex milljón uppflosnungar í eigin landi, og Ísraelsher sýnist ætla að útrýma þeim sem flestum. Nokkrir þjóðarleiðtogar eru farnir að ókyrrast. Flestir standa þó hjá. Aðgerðarlausir. Við, almenningur, getum hins vegar gert heilmargt. Við getum forðast vörur frá Ísrael, strikamerki sem byrjar á 729. Við getum forðast að okkar aurar renni úr landi og til ísraelska fyrirtækisins Rapyd og sýnt þannig forstjóra þess, sem er opinber stuðningsmaður og samverkamaður ísraelska hersins, að við látum ekki bjóða okkur þetta. Við getum notað greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka eða Kviku. Við getum verslað við Krónuna, Fjarðarkaup eða Melabúðina, ef hægt er. Við getum spurt um greiðsluhirði áður en við borgum með korti, eða flett upp greiðsluhirði búðarinnar á www.hirdir.is Við getum krafist þess að Ríkiskaup segi þegar í stað upp samningi sínum við Rapyd svo íslenska ríkið láti af þeim óbeina stuðningi sínum við þjóðarmorð. Og við getum krafist þess að íslensk stjórnvöld komi hér upp innlendu greiðslukortafyrirtæki, og láti ekki örfáa fjársterka hagsmunaaðila stöðva þau áform. Þjóðaröryggi krefst þess. Siðferðisvitundin krefst þess. Og þá myndu ekki 20 milljarðar renna árlega úr landi til erlendra fyrirtækja. Dirfist einhver stjórnmálamaður að slá hendinni móti því fé? Okkar skattfé. Höfundur er pensjónisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ísraelsríki var stofnað þann 14. maí árið 1948 með stuðningi alþjóðasamfélagsins, og óþarfi að rifja upp þá sögu. Margir vita ekki, að þann 15. maí ár hvert er sorgardagur Palestínumanna, kallaður Nakba. Hörmungar. Þann dag árið 1948 og næstu daga og vikur voru 750.000 menn, konur og börn hrakin úr 500 bæjum og þorpum, og þeim ýmist eytt eða gyðingar settust þar að og gáfu öllu nýtt nafn. Eitt þessara þorpa hét Tantura og var friðsælt fiskiþorp. Nú er þar vinsæll baðstaður gyðinga. Þar hafa fundist fjöldagrafir. Um þetta má lesa á netinu. Ofbeldið hefur dunið á Palestínumönnum æ síðan. Nú eru um sex milljón uppflosnungar í eigin landi, og Ísraelsher sýnist ætla að útrýma þeim sem flestum. Nokkrir þjóðarleiðtogar eru farnir að ókyrrast. Flestir standa þó hjá. Aðgerðarlausir. Við, almenningur, getum hins vegar gert heilmargt. Við getum forðast vörur frá Ísrael, strikamerki sem byrjar á 729. Við getum forðast að okkar aurar renni úr landi og til ísraelska fyrirtækisins Rapyd og sýnt þannig forstjóra þess, sem er opinber stuðningsmaður og samverkamaður ísraelska hersins, að við látum ekki bjóða okkur þetta. Við getum notað greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka eða Kviku. Við getum verslað við Krónuna, Fjarðarkaup eða Melabúðina, ef hægt er. Við getum spurt um greiðsluhirði áður en við borgum með korti, eða flett upp greiðsluhirði búðarinnar á www.hirdir.is Við getum krafist þess að Ríkiskaup segi þegar í stað upp samningi sínum við Rapyd svo íslenska ríkið láti af þeim óbeina stuðningi sínum við þjóðarmorð. Og við getum krafist þess að íslensk stjórnvöld komi hér upp innlendu greiðslukortafyrirtæki, og láti ekki örfáa fjársterka hagsmunaaðila stöðva þau áform. Þjóðaröryggi krefst þess. Siðferðisvitundin krefst þess. Og þá myndu ekki 20 milljarðar renna árlega úr landi til erlendra fyrirtækja. Dirfist einhver stjórnmálamaður að slá hendinni móti því fé? Okkar skattfé. Höfundur er pensjónisti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar