Auka sætaframboð til Íslands með breiðþotum Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2024 09:44 Boeing 767 þotur Delta Air Lines munu fara daglega til New York. Delta Air Lines Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hyggst auka sætaframboð í flugferðum sínum frá New York til Íslands og notar nú Boeing 767 breiðþotu á leiðinni í stað Boeing 757. Fyrsta þota flugfélagsins þetta árið kom til Keflavíkur frá New York í morgun. Þetta er þrettánda árið sem Delta flýgur milli Íslands og Bandaríkjanna. Greint er frá þessu í tilkynningu frá félaginu en í maí hefst flug Delta frá Detroit og í júní frá Minneapolis/St Paul. Flogið verður daglega til New York og Detroit og fimm sinnum í viku til Minneapolis/St Paul. Verða alls 7.600 sæti í boði í 38 ferðum í hverri viku með vélum Delta milli Íslands og Bandaríkjanna á meðan háannatími íslenskrar ferðaþjónustu stendur yfir. Dvelja að meðaltali í fimm til sjö daga Að sögn Delta er meirihluti farþega í Íslandsfluginu ferðamenn frá Norður-Ameríku. Um 70% þessara ferðamanna komi með tengiflugi Delta til borganna þriggja í Bandaríkjunum til að ferðast áfram til Íslands. Dvalartími þeirra sem komi með flugfélaginu til Íslands sé að meðaltali fimm til sjö dagar. „Ísland er einstaklega vinsæll áfangastaður meðal viðskiptavina Delta og þess vegna aukum við sætaframboðið,“ er haft eftir Matteo Curcio, yfirmanni Delta fyrir Evrópu, Afríku, Miðausturlönd og Indland í tilkynningu. „Delta hefur flutt rúmlega 950 þúsund farþega í fluginu til Íslands frá því við hófum starfsemina árið 2011. Okkur finnst alltaf að sumarvertíðin hjá Delta sé byrjuð með fyrstu ferð ársins frá New York til Íslands.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá félaginu en í maí hefst flug Delta frá Detroit og í júní frá Minneapolis/St Paul. Flogið verður daglega til New York og Detroit og fimm sinnum í viku til Minneapolis/St Paul. Verða alls 7.600 sæti í boði í 38 ferðum í hverri viku með vélum Delta milli Íslands og Bandaríkjanna á meðan háannatími íslenskrar ferðaþjónustu stendur yfir. Dvelja að meðaltali í fimm til sjö daga Að sögn Delta er meirihluti farþega í Íslandsfluginu ferðamenn frá Norður-Ameríku. Um 70% þessara ferðamanna komi með tengiflugi Delta til borganna þriggja í Bandaríkjunum til að ferðast áfram til Íslands. Dvalartími þeirra sem komi með flugfélaginu til Íslands sé að meðaltali fimm til sjö dagar. „Ísland er einstaklega vinsæll áfangastaður meðal viðskiptavina Delta og þess vegna aukum við sætaframboðið,“ er haft eftir Matteo Curcio, yfirmanni Delta fyrir Evrópu, Afríku, Miðausturlönd og Indland í tilkynningu. „Delta hefur flutt rúmlega 950 þúsund farþega í fluginu til Íslands frá því við hófum starfsemina árið 2011. Okkur finnst alltaf að sumarvertíðin hjá Delta sé byrjuð með fyrstu ferð ársins frá New York til Íslands.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira