Bessastaðir eða Bossastaðir Bergvin Oddsson skrifar 31. mars 2024 07:00 Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun