Skaðaminnkun, lækning, hroki og hleypidómar Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2024 12:01 Það var áhugavert að hlusta á útvarpsþátt um skaðaminnkun sunnudaginn 3. mars á RÚV og ekki síst viðtal við Árna Tómas Ragnarsson gigtarlækni, sem nú er greinilega „persona non grata“ hjá kollegum sínum og heilbrigðisyfirvöldum vegna lyfjagjafa hans til fólks með fíknivanda til skaðaminnkunar. Vissulega má ýmislegt finna að verklagi hans og hann hefur örugglega farið út fyrir kassann til að bregðast við þörf og neyð fólks sem er jaðarsett á flestan hátt, eins og kom greinilega í ljós í nýbirtri úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu, stefnu og úrræðum vegna ópíóðavandans. Geðlæknir hjá landlækni hefur sagt að vinnubrögð Árna Tómasar séu ekki gagnreynd og yfirlæknir á Vogi komst svo að orði að þau séu ekki lækningar. Þá má spyrja sig: Hvað er gagnreynt? Hvað eru lækningar? Undanfarin ár hefur sums staðar erlendis komið fram mikil gagnrýni á þá hefðbundnu geðlæknisfræði og geðmeðferð sem kennd er við svokallað læknis- og líffræðilegt líkan (medisínska módelið). Erfitt hefur verið að halda þeirri umræðu á lofti hér, en þó hafa notendasamtök tekið málið upp og boðið gagnrýnu fagfólki á ráðstefnur og fundi, en íslenskir geðlæknar hafa lítið mætt þar enda virðast þeir vissir í sinni sök og viðhorfum. Í áðurnefndri gagnrýni eru kenningar, sem nær eingöngu er unnið eftir hérlendis, dregnar í efa og í raun afneitað, svo sem kenningar um erfðir, áhrif efnaskiptavillu heilans á geðræn einkenni og lækningamátt geðlyfja, bæði þunglyndis- og geðrofslyfja (má nefna Gabor Matè, Joanna Moncrieff, David Cohen, Lucy Johnstone o. fl.). Þáttur áfalla, streitu og ýmissa sálfélagslegra aðstæðna hefur hins vegar fengið meira vægi og meira að segja hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gefið út tilmæli til geðheilbrigðisyfirvalda á heimsvísu um að gefa þessum þáttum meiri gaum og draga úr áherslu á lyfjameðferð og læknis- og líffræðileg meðferðarlíkön. Þessi gagnrýni hefur meðal annars beinst að því hversu gagnreynd þessi úrræði eru í raun og hversu miklar lækningar eiga sér stað með þeim. Hefur verið litið til árangurs (klínískrar útkomu), þátttöku fólks með geðsjúkdómagreiningar í atvinnulífi og námi sem og fjölda öryrkja í þeim hópi. Einnig með hvaða hætti geðlyfjaframleiðendur hafa komið að rannsóknum og endurmenntun geðheilbrigðisstarfsfólks á undanförnum áratugum og jafnvel rætt um glæpsamlega hegðun þeirra, svo sem að leyna hættulegum aukaverkunum og/eða draga úr vægi þeirra (Jim Gottstein, The Zyprexa Papers). Þegar þessir þættir og aðrir, svo sem fjöllyfjagjöf fólks með geðrofsvanda, eru skoðaðir fer ekki hjá því að tal um gagnreynda meðferð verði hjáróma og hinar meintu lækningar einnig. Það hefur nefnilega ekkert verið sannað að tvö til þrjú geðrofslyf í töfluformi daglega plús forðalyf í sprautuformi á 2ja-4ja vikna fresti lækni meintan geðsjúkdóm, en vissulega gerir það viðkomandi meðfærilegri. Verst er að framtak, tilfinningar og hvatning bælast líka, líkt og af öðrum hugbreytandi lyfjum. Þá eru ótalin áhrif aukaverkana af geðrofslyfjum sem mörg hver eru ákaflega hamlandi á lífsgæði svo sem þyngdaraukning og handskjálfti.Maður spyr sig líka hversu gagnreynt er að gefa börnum og unglingum þessi lyf? Og hversu batamiðuð og gagnreynd er sú nálgun að án lyfja verði enginn bati? Lyfin geta auðvitað gert gagn til að slá á verstu einkennin til skamms tíma en það þýðir ekki endilega að þau veiti lækningu, ekki frekar en skaðaminnkandi lyfjagjafir til fólks með fíknivanda. Núna er til dæmis það, sem var áður merki um langvarandi áhrif „geðklofa“, talið vera áhrif af og aukaverkanir langvarandi geðlyfjanotkunar og áhrif á heilabörk talin vera af sama toga en ekki vegna sjúkdómsins sjálfs. Það eru engin sannreynd rök fyrir því að heili fólks með geðrofsvanda verði „eins og svissneskur ostur“ án þeirra, eins og sagt var blákalt við suma fyrir rúmum áratug þegar verið var að rökstyðja nauðsyn þeirra. Þess má geta að skurðaðgerð á heila, svonefndur hvítuskurður (lobotomy), var talin gagnreynd meðferð á sínum tíma og að samkynhneigð var talin geðsjúkdómur þar til fyrir 50 árum! Geðgreiningum fer samt hratt fjölgandi en vísindaleg forsenda fyrir þeim hefur verið dregin meira og meira í efa (má þar nefna bækur Alan Frances, Saving normal, og James Davies, Cracked). Einnig hefur umræða um að leggja niður geðgreininguna geðklofi (schizophrenia ) orðið háværari, hún sé barn síns tíma! Gagnrýnin geðheilbrigðisþjónusta með áherslu á áfallamiðaða þjónustu, opin samtöl (open dialogue), vinnu með raddir, skaðaminnkun og aðrar heildrænar meðferðir hefur ekki náð mikilli fótfestu hér undanfarin ár. Kunnátta og heilindi fólks með þannig viðhorf eru oft dregin í efa og þannig reynt að gera gagnrýnina ómerka. Þau viðhorf einkenna því miður líka mína fagstétt en þó hafa sjálfstætt starfandi geðheilbrigðisstarfsmenn auglýst öðruvísi nálganir í meiri mæli undanfarið svo að kannski er landslagið að breytast, það væri óskandi. Vissulega er ýmislegt vel gert en þó er alltof mikið um að notendur og aðstandendur þeirra séu langþreyttir á brotakenndri og einsleitri meðferð og skorti á stuðningi sem ætti að fylgja henni. Alltof oft ber á hroka eða yfirlæti gagnvart þeim sem synda gegn straumnum og sýna meiri sveigjanleika og mannúð en vafasamar árangursmælingar geta náð yfir. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á útvarpsþátt um skaðaminnkun sunnudaginn 3. mars á RÚV og ekki síst viðtal við Árna Tómas Ragnarsson gigtarlækni, sem nú er greinilega „persona non grata“ hjá kollegum sínum og heilbrigðisyfirvöldum vegna lyfjagjafa hans til fólks með fíknivanda til skaðaminnkunar. Vissulega má ýmislegt finna að verklagi hans og hann hefur örugglega farið út fyrir kassann til að bregðast við þörf og neyð fólks sem er jaðarsett á flestan hátt, eins og kom greinilega í ljós í nýbirtri úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu, stefnu og úrræðum vegna ópíóðavandans. Geðlæknir hjá landlækni hefur sagt að vinnubrögð Árna Tómasar séu ekki gagnreynd og yfirlæknir á Vogi komst svo að orði að þau séu ekki lækningar. Þá má spyrja sig: Hvað er gagnreynt? Hvað eru lækningar? Undanfarin ár hefur sums staðar erlendis komið fram mikil gagnrýni á þá hefðbundnu geðlæknisfræði og geðmeðferð sem kennd er við svokallað læknis- og líffræðilegt líkan (medisínska módelið). Erfitt hefur verið að halda þeirri umræðu á lofti hér, en þó hafa notendasamtök tekið málið upp og boðið gagnrýnu fagfólki á ráðstefnur og fundi, en íslenskir geðlæknar hafa lítið mætt þar enda virðast þeir vissir í sinni sök og viðhorfum. Í áðurnefndri gagnrýni eru kenningar, sem nær eingöngu er unnið eftir hérlendis, dregnar í efa og í raun afneitað, svo sem kenningar um erfðir, áhrif efnaskiptavillu heilans á geðræn einkenni og lækningamátt geðlyfja, bæði þunglyndis- og geðrofslyfja (má nefna Gabor Matè, Joanna Moncrieff, David Cohen, Lucy Johnstone o. fl.). Þáttur áfalla, streitu og ýmissa sálfélagslegra aðstæðna hefur hins vegar fengið meira vægi og meira að segja hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gefið út tilmæli til geðheilbrigðisyfirvalda á heimsvísu um að gefa þessum þáttum meiri gaum og draga úr áherslu á lyfjameðferð og læknis- og líffræðileg meðferðarlíkön. Þessi gagnrýni hefur meðal annars beinst að því hversu gagnreynd þessi úrræði eru í raun og hversu miklar lækningar eiga sér stað með þeim. Hefur verið litið til árangurs (klínískrar útkomu), þátttöku fólks með geðsjúkdómagreiningar í atvinnulífi og námi sem og fjölda öryrkja í þeim hópi. Einnig með hvaða hætti geðlyfjaframleiðendur hafa komið að rannsóknum og endurmenntun geðheilbrigðisstarfsfólks á undanförnum áratugum og jafnvel rætt um glæpsamlega hegðun þeirra, svo sem að leyna hættulegum aukaverkunum og/eða draga úr vægi þeirra (Jim Gottstein, The Zyprexa Papers). Þegar þessir þættir og aðrir, svo sem fjöllyfjagjöf fólks með geðrofsvanda, eru skoðaðir fer ekki hjá því að tal um gagnreynda meðferð verði hjáróma og hinar meintu lækningar einnig. Það hefur nefnilega ekkert verið sannað að tvö til þrjú geðrofslyf í töfluformi daglega plús forðalyf í sprautuformi á 2ja-4ja vikna fresti lækni meintan geðsjúkdóm, en vissulega gerir það viðkomandi meðfærilegri. Verst er að framtak, tilfinningar og hvatning bælast líka, líkt og af öðrum hugbreytandi lyfjum. Þá eru ótalin áhrif aukaverkana af geðrofslyfjum sem mörg hver eru ákaflega hamlandi á lífsgæði svo sem þyngdaraukning og handskjálfti.Maður spyr sig líka hversu gagnreynt er að gefa börnum og unglingum þessi lyf? Og hversu batamiðuð og gagnreynd er sú nálgun að án lyfja verði enginn bati? Lyfin geta auðvitað gert gagn til að slá á verstu einkennin til skamms tíma en það þýðir ekki endilega að þau veiti lækningu, ekki frekar en skaðaminnkandi lyfjagjafir til fólks með fíknivanda. Núna er til dæmis það, sem var áður merki um langvarandi áhrif „geðklofa“, talið vera áhrif af og aukaverkanir langvarandi geðlyfjanotkunar og áhrif á heilabörk talin vera af sama toga en ekki vegna sjúkdómsins sjálfs. Það eru engin sannreynd rök fyrir því að heili fólks með geðrofsvanda verði „eins og svissneskur ostur“ án þeirra, eins og sagt var blákalt við suma fyrir rúmum áratug þegar verið var að rökstyðja nauðsyn þeirra. Þess má geta að skurðaðgerð á heila, svonefndur hvítuskurður (lobotomy), var talin gagnreynd meðferð á sínum tíma og að samkynhneigð var talin geðsjúkdómur þar til fyrir 50 árum! Geðgreiningum fer samt hratt fjölgandi en vísindaleg forsenda fyrir þeim hefur verið dregin meira og meira í efa (má þar nefna bækur Alan Frances, Saving normal, og James Davies, Cracked). Einnig hefur umræða um að leggja niður geðgreininguna geðklofi (schizophrenia ) orðið háværari, hún sé barn síns tíma! Gagnrýnin geðheilbrigðisþjónusta með áherslu á áfallamiðaða þjónustu, opin samtöl (open dialogue), vinnu með raddir, skaðaminnkun og aðrar heildrænar meðferðir hefur ekki náð mikilli fótfestu hér undanfarin ár. Kunnátta og heilindi fólks með þannig viðhorf eru oft dregin í efa og þannig reynt að gera gagnrýnina ómerka. Þau viðhorf einkenna því miður líka mína fagstétt en þó hafa sjálfstætt starfandi geðheilbrigðisstarfsmenn auglýst öðruvísi nálganir í meiri mæli undanfarið svo að kannski er landslagið að breytast, það væri óskandi. Vissulega er ýmislegt vel gert en þó er alltof mikið um að notendur og aðstandendur þeirra séu langþreyttir á brotakenndri og einsleitri meðferð og skorti á stuðningi sem ætti að fylgja henni. Alltof oft ber á hroka eða yfirlæti gagnvart þeim sem synda gegn straumnum og sýna meiri sveigjanleika og mannúð en vafasamar árangursmælingar geta náð yfir. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun