Varanlegt vopnahlé og sjálfstæð Palestína Kristrún Frostadóttir skrifar 26. mars 2024 09:31 Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst því yfir að þau muni ekki heimila neyðaraðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í norðurhluta Gaza þar sem neyðin er einna mest. Krafan er varanlegt vopnahlé Það hefur tekið alþjóðasamfélagið óafsakanlega langan tíma að sameinast um skýr skilaboð um varanlegt vopnahlé á Gaza. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í liðinni viku náðist þó langþráð samstaða um ákall um tafarlaust mannúðarhlé á Gaza – og í framhaldinu varanlegt vopnahlé, skilyrðislausa lausn gísla og afléttingu á öllum hömlum á mannúðaraðstoð. Þá komu ríki Evrópusambandsins sér jafnframt saman um refsiaðgerðir gegn ólöglegu landtökufólki á Vesturbakkanum auk þess sem Spánn, Írland, Slóvenía og Malta bættust í hóp þeirra tíu Evrópusambandsríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Í gær fór svo fram söguleg atkvæðagreiðsla þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé sem vara á út föstumánuð múslima hið minnsta, skilyrðislausa lausn gísla ásamt afléttingu á öllum hindrunum á mannúðaraðstoð. Ályktunin var lögð fram af þeim tíu ríkjum sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu en ákvörðun Bandaríkjanna um að beita ekki neitunarvaldi heldur sitja hjá við afgreiðsluna markar tímamót í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels. Allt er þetta til marks um að loksins virðist þolinmæði alþjóðasamfélagsins gagnvart framgöngu ísraelskra stjórnvalda vera á þrotum. Í Ísrael hefur einnig fjarað undan stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tökum ákveðnari skref og tölum fyrir sjálfstæðri Palestínu Viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við mannúðarkrísunni fyrir botni Miðjarðarhafs hafa því miður verið gagnrýniverð fyrir margra hluta sakir. Þeirri gagnrýni höfum við í Samfylkingunni haldið á lofti á Alþingi og víðar á opinberum vettvangi. Í kjölfar gagnrýni á ríkisstjórnina, eftir hjásetu Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í október, sameinaðist Alþingi um þingsályktun sem skýrði afstöðu Íslands þar sem meðal annars var sett fram krafa um tafarlaust vopnahlé. Þá hefur utanríkisráðherra nú aflétt frystingu á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA – en ákvörðun um frystingu framlaganna olli verulegum vonbrigðum fyrr á árinu. Loks hefur tekist að koma 72 dvalarleyfishöfum út af Gaza-svæðinu. Allt skiptir þetta máli. Nú er hins vegar tímabært að Ísland taki ákveðnari skref til stuðnings palestínsku þjóðinni. Við getum verið stolt af því að hafa verið eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með þingsályktun haustið 2011. Og í desember sama ár staðfestu utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna með formlegum hætti. Íslensk stjórnvöld ættu nú að halda þessari afstöðu á lofti og tala hátt og ákveðið fyrir stofnun sjálfstæðs og fullvalda ríkis Palestínu. Varanlegur friður verður ekki tryggður öðruvísi en með tveggja ríkja lausn. Ef Ísrael virðir að vettugi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í gær ættu íslensk stjórnvöld einnig að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael. Hörmungum verður að linna – og Ísland verður að leggja sitt af mörkum til þess á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst því yfir að þau muni ekki heimila neyðaraðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í norðurhluta Gaza þar sem neyðin er einna mest. Krafan er varanlegt vopnahlé Það hefur tekið alþjóðasamfélagið óafsakanlega langan tíma að sameinast um skýr skilaboð um varanlegt vopnahlé á Gaza. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í liðinni viku náðist þó langþráð samstaða um ákall um tafarlaust mannúðarhlé á Gaza – og í framhaldinu varanlegt vopnahlé, skilyrðislausa lausn gísla og afléttingu á öllum hömlum á mannúðaraðstoð. Þá komu ríki Evrópusambandsins sér jafnframt saman um refsiaðgerðir gegn ólöglegu landtökufólki á Vesturbakkanum auk þess sem Spánn, Írland, Slóvenía og Malta bættust í hóp þeirra tíu Evrópusambandsríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Í gær fór svo fram söguleg atkvæðagreiðsla þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé sem vara á út föstumánuð múslima hið minnsta, skilyrðislausa lausn gísla ásamt afléttingu á öllum hindrunum á mannúðaraðstoð. Ályktunin var lögð fram af þeim tíu ríkjum sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu en ákvörðun Bandaríkjanna um að beita ekki neitunarvaldi heldur sitja hjá við afgreiðsluna markar tímamót í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels. Allt er þetta til marks um að loksins virðist þolinmæði alþjóðasamfélagsins gagnvart framgöngu ísraelskra stjórnvalda vera á þrotum. Í Ísrael hefur einnig fjarað undan stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tökum ákveðnari skref og tölum fyrir sjálfstæðri Palestínu Viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við mannúðarkrísunni fyrir botni Miðjarðarhafs hafa því miður verið gagnrýniverð fyrir margra hluta sakir. Þeirri gagnrýni höfum við í Samfylkingunni haldið á lofti á Alþingi og víðar á opinberum vettvangi. Í kjölfar gagnrýni á ríkisstjórnina, eftir hjásetu Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í október, sameinaðist Alþingi um þingsályktun sem skýrði afstöðu Íslands þar sem meðal annars var sett fram krafa um tafarlaust vopnahlé. Þá hefur utanríkisráðherra nú aflétt frystingu á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA – en ákvörðun um frystingu framlaganna olli verulegum vonbrigðum fyrr á árinu. Loks hefur tekist að koma 72 dvalarleyfishöfum út af Gaza-svæðinu. Allt skiptir þetta máli. Nú er hins vegar tímabært að Ísland taki ákveðnari skref til stuðnings palestínsku þjóðinni. Við getum verið stolt af því að hafa verið eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með þingsályktun haustið 2011. Og í desember sama ár staðfestu utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna með formlegum hætti. Íslensk stjórnvöld ættu nú að halda þessari afstöðu á lofti og tala hátt og ákveðið fyrir stofnun sjálfstæðs og fullvalda ríkis Palestínu. Varanlegur friður verður ekki tryggður öðruvísi en með tveggja ríkja lausn. Ef Ísrael virðir að vettugi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í gær ættu íslensk stjórnvöld einnig að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael. Hörmungum verður að linna – og Ísland verður að leggja sitt af mörkum til þess á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun