Karl og Harry tjá sig um veikindi Katrínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2024 01:40 Katrín kom síðast opinberlega fram um jólin. Getty/Chris Jackson Karl III Bretakonungur og Harry prins eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig í kjölfar þess að Katrín prinsessa af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein og hafið fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024 Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07