Jón hættir sem stjórnarformaður Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 14:47 Jón Skaftason er formaður stjórnar Sýnar. Sýn Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann hefur setið í stjórninni síðan í ágúst 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48
Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20