Enski boltinn

Fjór­tán ára undra­barn valdi Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cavan Sullivan hefur spilað fyrir yngri landslið Bandaríkjanna.
Cavan Sullivan hefur spilað fyrir yngri landslið Bandaríkjanna. @cavan.sull

Bandaríska undrabarnið Cavan Sullivan heimsótti Real Madrid, Bayern München og Borussia Dortmund en valdi það að semja við Manchester City.

Cavan Sullivan er fæddur árið 2009 og spilar með Philadelphia Union í Bandaríkjunum. Um helgina kom það fram hjá Fabrizio Romano að strákurinn sé búinn að ákveða það að spila með Manchester City í framtíðinni.

Sullivan verður hluti af unglingaakademíu City sem hefur skilað ungum leikmönnum upp í stjörnuprýtt aðallið félagsins.

Sullivan hefur verið kallaður mest spennandi fjórtán ára fótboltastrákur í heiminum og þjálfari hans hjá Philadelphia Union hrósar honum fyrir að láta lofið ekki rugla í sér heldur sé hann með báða fætur á jörðinni.

Sullivan er fæddur í lok september 2009 og verður því ekki fimmtán ára fyrr en í haust. Eldri bróðir hans Quinn spilar með Philadelphia Union liðinu.

Sullivan er sóknartengiliður sem getur spilað út á vinstri væng eða fyrir aftan framherjann. Hann er með tvöfalt ríkisfang, bandarísk og þýskt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×