Tæplega þriggja milljarða króna viðsnúningur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 11:10 Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia Vísir/Vilhelm Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings. Tekjur jukust um 23% eða 8,6 milljarða króna og námu 45,1 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 7,8 milljón í fyrra samanborið við um 6,1 milljón árið 2022. Ef horft er til heildarafkomu ársins var hún jákvæð um 2,1 milljarð króna samanborið við neikvæða heildarafkomu upp á 617 milljónir króna árið 2022. Það svarar til jákvæðs viðsnúnings upp á rúma 2,7 milljarða króna. Þar munaði meðal annars um jákvæða gengisáhrif vegna langtímalána sem námu um 180 milljónum króna á árinu 2023 samanborið við neikvæð gengisáhrif upp á 868 milljónir króna árið á undan. „Árið 2023 var í meginatriðum í takt við okkar væntingar. Við fundum vissulega fyrir áhrifum efnahagsumhverfisins á neyslu almennings og eldsumbrotin á Reykjanesskaganum en engu að síður tókst að mínu mati afar vel til við að mæta þeim áhrifum í rekstrinum“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Svo hafa þær áskoranir sem hafa fylgt því að vera með eldsumbrotin í bakgarðinum okkar síst minnkað nú á nýju ári“. Sveinbjörn bendir á að mikil vinna hafi verið lögð í að tryggja samfellu í rekstri Keflavíkurflugvallar við þessar óvissu aðstæður. Keflavíkurflugvöllur sé t.d. þegar orðinn sjálfbær þegar komi að rafmagni á flugvellinum og félagið komið á þann stað að geta haldið uppi órofnum rekstri flugvallarins ef til þess kemur að fæðing á heitu vatni rofnar á ný. Ingibjörg Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs hjá Isavia, segir að einn mikilvægasta varðan í rekstri félagsins á árinu 2023 hafi verið vel heppnuð skuldabréfaútgáfa þess. „Isavia gaf út skuldabréf í lokuðu útboði að fjárhæð 175 milljónir evra til bandarískra fjárfesta sem jafngilti rúmum 25 milljörðum íslenskra króna.“ Ingibjörg segir enn fremur að fjárfestar hafi sýnt Isavia mikið traust og áhuginn á félaginu hafi verið töluverður í þessari fyrstu skuldabréfaútgáfu Isavia. „Þetta styrkti félagið verulega í þeirri mikilvægu uppbyggingu sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli og jákvæðar móttökur eru til merkis um vandaðan undirbúning af hendi Isavia. “ „Við horfum björtum augum til ársins 2024 og til framtíðar. Farþegaspá okkar gerir ráð fyrir að tæplega 8,5 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu sem er um 9% fjölgun milli ára. Í dag er ekkert sem bendir til annars en að sú spá muni ganga eftir. Í nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags Isavia er lögð áhersla á að styðja við framtíðarvöxt þeirra tengiflugfélaga sem velja Keflavíkurflugvöll sem sína tengistöð. Miðað við þær farþegaforsendur sem horft er til þarf áfram að byggja upp afkastagetu á flugvellinum og jafnvel hraðar en við stefndum áður að.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Tekjur jukust um 23% eða 8,6 milljarða króna og námu 45,1 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 7,8 milljón í fyrra samanborið við um 6,1 milljón árið 2022. Ef horft er til heildarafkomu ársins var hún jákvæð um 2,1 milljarð króna samanborið við neikvæða heildarafkomu upp á 617 milljónir króna árið 2022. Það svarar til jákvæðs viðsnúnings upp á rúma 2,7 milljarða króna. Þar munaði meðal annars um jákvæða gengisáhrif vegna langtímalána sem námu um 180 milljónum króna á árinu 2023 samanborið við neikvæð gengisáhrif upp á 868 milljónir króna árið á undan. „Árið 2023 var í meginatriðum í takt við okkar væntingar. Við fundum vissulega fyrir áhrifum efnahagsumhverfisins á neyslu almennings og eldsumbrotin á Reykjanesskaganum en engu að síður tókst að mínu mati afar vel til við að mæta þeim áhrifum í rekstrinum“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Svo hafa þær áskoranir sem hafa fylgt því að vera með eldsumbrotin í bakgarðinum okkar síst minnkað nú á nýju ári“. Sveinbjörn bendir á að mikil vinna hafi verið lögð í að tryggja samfellu í rekstri Keflavíkurflugvallar við þessar óvissu aðstæður. Keflavíkurflugvöllur sé t.d. þegar orðinn sjálfbær þegar komi að rafmagni á flugvellinum og félagið komið á þann stað að geta haldið uppi órofnum rekstri flugvallarins ef til þess kemur að fæðing á heitu vatni rofnar á ný. Ingibjörg Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs hjá Isavia, segir að einn mikilvægasta varðan í rekstri félagsins á árinu 2023 hafi verið vel heppnuð skuldabréfaútgáfa þess. „Isavia gaf út skuldabréf í lokuðu útboði að fjárhæð 175 milljónir evra til bandarískra fjárfesta sem jafngilti rúmum 25 milljörðum íslenskra króna.“ Ingibjörg segir enn fremur að fjárfestar hafi sýnt Isavia mikið traust og áhuginn á félaginu hafi verið töluverður í þessari fyrstu skuldabréfaútgáfu Isavia. „Þetta styrkti félagið verulega í þeirri mikilvægu uppbyggingu sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli og jákvæðar móttökur eru til merkis um vandaðan undirbúning af hendi Isavia. “ „Við horfum björtum augum til ársins 2024 og til framtíðar. Farþegaspá okkar gerir ráð fyrir að tæplega 8,5 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu sem er um 9% fjölgun milli ára. Í dag er ekkert sem bendir til annars en að sú spá muni ganga eftir. Í nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags Isavia er lögð áhersla á að styðja við framtíðarvöxt þeirra tengiflugfélaga sem velja Keflavíkurflugvöll sem sína tengistöð. Miðað við þær farþegaforsendur sem horft er til þarf áfram að byggja upp afkastagetu á flugvellinum og jafnvel hraðar en við stefndum áður að.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira