Markaðslausnir tryggja öruggari raforku Jón Skafti Gestsson skrifar 14. mars 2024 12:02 Íslenska raforkukerfið er einstakt. Hvergi annars staðar á jörðinni hefur einangruð eyja tekið upp 100% endurnýjanlegt raforkukerfi sem styður við þróað nútímasamfélag fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta er afrek sem vert er að hafa í huga þegar við lítum til framtíðar raforkukerfisins og þess samfélags sem við viljum að það þjóni. Áskoranir framtíðarinnar eru nefnilega ólíkar verkefnum fortíðarinnar. Tími miðstýringar er liðinn og markaðslausnir eru vænlegasta leiðin til þess að ná settum markmiðum. Afhendingaröryggi raforku á sér margar hliðar, tæknilegar og viðskiptalegar. Margt þarf að ganga upp til að raforka sé bæði aðgengileg og áreiðanleg og það er ekki gefið að svo verði áfram þótt svo hafið að mestu leyti verið hingað til. Framboð þarf að vera til staðar til að mæta eftirspurn, flutnings- og dreifikerfi þurfa líka að geta afhent orkuna og saman þurfa allir notendur kerfisins þurfa að vera nægjanlega sveigjanlegir til að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Fyrirséð er að styrkja þarf alla þessa þætti til að tryggja afhendingaröryggi raforku. Umræða um skerðingar á afhendingu raforku hefur varla farið fram hjá neinum. Umræðan er að hluta til birtingarmynd náttúrulegs breytileika endurnýjanlegs raforkukerfis sem er komið of nálægt hámarksafköstum. Það eru nefnilega blikur á lofti um framboð raforku. Samtök iðnaðarins ályktuðu nýlega um grafalvarlega stöðu í raforkumálum þar sem framboðsskortur var sagður þegar orðinn „dragbítur á verðmætasköpun“. Enduróma þar frásagnir fyrri ára um fjölmörg glötuð tækifæri vegna orkuskorts. Við þessa sögu bætist sú staðreynd að virkjanakostir í rammaáætlun duga ekki til að mæta orkuþörf framtíðarinnar. Fleira kemur þó til. Flutningskerfi raforku er of veikburða og ræður ekki við að flytja raforku landshluta á milli í nægjanlegu magni til að koma í veg fyrir skerðingar. Veturinn 2021-2022 námu skerðingar á afhendingu raforku um 300 GWst og kostnaðurinn sem þeim fylgdi hefur verið metinn á 5,3 milljarða króna. Svipuð og jafnvel verri staða hefur verið uppi þennan vetur en mat á kostnaðinum sem af hefur hlotist liggur ekki fyrir. Markaðslausnir eru nauðsynlegar til að tryggja sveigjanleika Raforkukerfi hafa þá sérstöðu að framboð og eftirspurn verða að vera í jafnvægi öllum stundum. Þess vegna er sveigjanleiki nauðsynlegur. Í grófum dráttum má segja að hingað til hafi íslenska raforkukerfið mætt þessu verkefni með tvennum hætti. Annars vegar hefur vatnsafl verið notað til að skapa sveigjanlegt framboð og hins vegar hafa verið samningsbundnar heimildir til þess að skerða afhendingu til einstakra notenda þegar tímabundinn framboðsskortur myndast. Þessi einfalda miðstýrða nálgun á afhendingaröryggi dugar ekki til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Skapa verður hvata til þess að auka sveigjanleika í bæði framboði og eftirspurn. Fyrir liggur að framboð af jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum í rammaáætlun dugar ekki til að mæta orkuskiptum og framtíðarþörfum samfélagsins. Því þurfa að koma til aðrir virkjanakostir og þá sérstaklega vindorka. Vindorkan hefur þann kost að vera ódýr í vinnslu en á móti kemur að hún er óstýranleg. Það þýðir einfaldlega að framboð raforku verður breytilegra en það hefur verið hingað til og meiri óvissa til skemmri tíma. Vaxandi hlutur vindorku mun því krefjast meiri sveigjanleika af öðrum aðilum raforkukerfisins, hvort sem um ræðir notendur eða framleiðendur. Virkar markaðslausnir með tíðum viðskiptum og verði sem tekur mið af framboði og eftirspurn er sú leið sem nágrannaþjóðir okkar nota til að tryggja þennan sveigjanleika. Virkar markaðslausnir skapa skýr verðmerki sem veita þær upplýsingar sem notendur kerfisins þurfa til að byggja upp og reka hagkvæmt raforkukerfi, bæði til lengri tíma og skemmri. Til lengri tíma eru virk verðmerki nauðsynlegar upplýsingar fyrir fjárfesta um skynsemi þess að auka framboð með byggingu virkjana. Með öðrum orðum laga virk verðmerki framboð að eftirspurn til lengri tíma. Til skamms tíma er hins vegar erfitt að auka framboð því aðdragandi nýrra virkjana er langur. Bygging virkjana tekur mörg ár. Virk verðmerki hafa því það hlutverk til skamms tíma að laga eftirspurnina að framboði svo draga megi úr óhagkvæmum skerðingum. Allt snýst um orkuskiptin Orkuskiptin eru stærsta verkefni okkar kynslóðar. Vísindamönnum ber saman um hættuna af loftslagsbreytingum og samstaða er meðal þjóðarinnar um að við eigum að standa við skuldbindingar okkar og ná kolefnishlutleysi. Til þess að svo megi verða þurfum við að skipta út eldsneyti fyrir raforku og hafa hraðar hendur. Við þurfum að byrja á því að styrkja flutningskerfi raforku og virkja markaðslausnir. Hvort tveggja mun greiða götu nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu og tryggja að orkan fáist afhent. Aðeins þá geta orkuskiptin komið í kjölfarið. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslenska raforkukerfið er einstakt. Hvergi annars staðar á jörðinni hefur einangruð eyja tekið upp 100% endurnýjanlegt raforkukerfi sem styður við þróað nútímasamfélag fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta er afrek sem vert er að hafa í huga þegar við lítum til framtíðar raforkukerfisins og þess samfélags sem við viljum að það þjóni. Áskoranir framtíðarinnar eru nefnilega ólíkar verkefnum fortíðarinnar. Tími miðstýringar er liðinn og markaðslausnir eru vænlegasta leiðin til þess að ná settum markmiðum. Afhendingaröryggi raforku á sér margar hliðar, tæknilegar og viðskiptalegar. Margt þarf að ganga upp til að raforka sé bæði aðgengileg og áreiðanleg og það er ekki gefið að svo verði áfram þótt svo hafið að mestu leyti verið hingað til. Framboð þarf að vera til staðar til að mæta eftirspurn, flutnings- og dreifikerfi þurfa líka að geta afhent orkuna og saman þurfa allir notendur kerfisins þurfa að vera nægjanlega sveigjanlegir til að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Fyrirséð er að styrkja þarf alla þessa þætti til að tryggja afhendingaröryggi raforku. Umræða um skerðingar á afhendingu raforku hefur varla farið fram hjá neinum. Umræðan er að hluta til birtingarmynd náttúrulegs breytileika endurnýjanlegs raforkukerfis sem er komið of nálægt hámarksafköstum. Það eru nefnilega blikur á lofti um framboð raforku. Samtök iðnaðarins ályktuðu nýlega um grafalvarlega stöðu í raforkumálum þar sem framboðsskortur var sagður þegar orðinn „dragbítur á verðmætasköpun“. Enduróma þar frásagnir fyrri ára um fjölmörg glötuð tækifæri vegna orkuskorts. Við þessa sögu bætist sú staðreynd að virkjanakostir í rammaáætlun duga ekki til að mæta orkuþörf framtíðarinnar. Fleira kemur þó til. Flutningskerfi raforku er of veikburða og ræður ekki við að flytja raforku landshluta á milli í nægjanlegu magni til að koma í veg fyrir skerðingar. Veturinn 2021-2022 námu skerðingar á afhendingu raforku um 300 GWst og kostnaðurinn sem þeim fylgdi hefur verið metinn á 5,3 milljarða króna. Svipuð og jafnvel verri staða hefur verið uppi þennan vetur en mat á kostnaðinum sem af hefur hlotist liggur ekki fyrir. Markaðslausnir eru nauðsynlegar til að tryggja sveigjanleika Raforkukerfi hafa þá sérstöðu að framboð og eftirspurn verða að vera í jafnvægi öllum stundum. Þess vegna er sveigjanleiki nauðsynlegur. Í grófum dráttum má segja að hingað til hafi íslenska raforkukerfið mætt þessu verkefni með tvennum hætti. Annars vegar hefur vatnsafl verið notað til að skapa sveigjanlegt framboð og hins vegar hafa verið samningsbundnar heimildir til þess að skerða afhendingu til einstakra notenda þegar tímabundinn framboðsskortur myndast. Þessi einfalda miðstýrða nálgun á afhendingaröryggi dugar ekki til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Skapa verður hvata til þess að auka sveigjanleika í bæði framboði og eftirspurn. Fyrir liggur að framboð af jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum í rammaáætlun dugar ekki til að mæta orkuskiptum og framtíðarþörfum samfélagsins. Því þurfa að koma til aðrir virkjanakostir og þá sérstaklega vindorka. Vindorkan hefur þann kost að vera ódýr í vinnslu en á móti kemur að hún er óstýranleg. Það þýðir einfaldlega að framboð raforku verður breytilegra en það hefur verið hingað til og meiri óvissa til skemmri tíma. Vaxandi hlutur vindorku mun því krefjast meiri sveigjanleika af öðrum aðilum raforkukerfisins, hvort sem um ræðir notendur eða framleiðendur. Virkar markaðslausnir með tíðum viðskiptum og verði sem tekur mið af framboði og eftirspurn er sú leið sem nágrannaþjóðir okkar nota til að tryggja þennan sveigjanleika. Virkar markaðslausnir skapa skýr verðmerki sem veita þær upplýsingar sem notendur kerfisins þurfa til að byggja upp og reka hagkvæmt raforkukerfi, bæði til lengri tíma og skemmri. Til lengri tíma eru virk verðmerki nauðsynlegar upplýsingar fyrir fjárfesta um skynsemi þess að auka framboð með byggingu virkjana. Með öðrum orðum laga virk verðmerki framboð að eftirspurn til lengri tíma. Til skamms tíma er hins vegar erfitt að auka framboð því aðdragandi nýrra virkjana er langur. Bygging virkjana tekur mörg ár. Virk verðmerki hafa því það hlutverk til skamms tíma að laga eftirspurnina að framboði svo draga megi úr óhagkvæmum skerðingum. Allt snýst um orkuskiptin Orkuskiptin eru stærsta verkefni okkar kynslóðar. Vísindamönnum ber saman um hættuna af loftslagsbreytingum og samstaða er meðal þjóðarinnar um að við eigum að standa við skuldbindingar okkar og ná kolefnishlutleysi. Til þess að svo megi verða þurfum við að skipta út eldsneyti fyrir raforku og hafa hraðar hendur. Við þurfum að byrja á því að styrkja flutningskerfi raforku og virkja markaðslausnir. Hvort tveggja mun greiða götu nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu og tryggja að orkan fáist afhent. Aðeins þá geta orkuskiptin komið í kjölfarið. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar