Tryggvi í undanúrslit eftir magnaða endurkomu Bilbao í Evrópuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2024 20:55 Tryggvi Snær Hlinason stóð sig mjög vel þær mínútur sem hann spilaði með Bilbao í kvöld. Getty/Borja B. Hojas Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum FIBA Europe Cup eftir 28 stiga sigur á Legia Varsjá, 81-53, á heimavelli. Þetta var seinni leikurinn í átta liða úrslitum. Pólverjarnir unnu fyrri leikinn með nítján stigum á heimavelli, 83-64, og voru því í frábærum málum. Spænska liðið vann hins vegar upp muninn með frábærri frammistöðu í Bilbao Arena og spila því í undanúrslitum Evrópukeppninnar í ár. Íslenski landsliðsmiðherjinn stóð sig vel í kvöld en Tryggvi endaði leikinn með 9 stig, 4 fráköst og 2 varin skot á 12 mínútum. Bilbao vann þessar mínútur með 21 stigi. Það þurfti stórleik frá heimamönnum til að snúa þessu við og fjölmargir áhorfendur í Bilbao fengu einmitt að sjá sína menn í stuði. Bilbao var sextán stigum yfir í hálfleik, 48-32, eftir að hafa náð mest 22 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum, 40-18. Tryggvi átti frábæra innkomu í fyrri hálfleikinn þar sem hann var með fjögur stig og tvö fráköst á sex mínútum. Bilbao vann þennan kafla með fimmtán stigum en Tryggvi settist aftur á bekkinn með tvær villur. Bilbao komst aftur tuttugu stigum yfir í þriðja en að munaði aftur bara sautján stigum á liðunum í leikhlutaskiptunum. Bilbao var komið 22 stigum yfir, 64-42, eftir troðslu frá Tryggva og útlitið gott. Bilbao keyrði síðan yfir Pólverjana í lokaleikhlutanum og vann öruggan sigur. Spænski körfuboltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Þetta var seinni leikurinn í átta liða úrslitum. Pólverjarnir unnu fyrri leikinn með nítján stigum á heimavelli, 83-64, og voru því í frábærum málum. Spænska liðið vann hins vegar upp muninn með frábærri frammistöðu í Bilbao Arena og spila því í undanúrslitum Evrópukeppninnar í ár. Íslenski landsliðsmiðherjinn stóð sig vel í kvöld en Tryggvi endaði leikinn með 9 stig, 4 fráköst og 2 varin skot á 12 mínútum. Bilbao vann þessar mínútur með 21 stigi. Það þurfti stórleik frá heimamönnum til að snúa þessu við og fjölmargir áhorfendur í Bilbao fengu einmitt að sjá sína menn í stuði. Bilbao var sextán stigum yfir í hálfleik, 48-32, eftir að hafa náð mest 22 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum, 40-18. Tryggvi átti frábæra innkomu í fyrri hálfleikinn þar sem hann var með fjögur stig og tvö fráköst á sex mínútum. Bilbao vann þennan kafla með fimmtán stigum en Tryggvi settist aftur á bekkinn með tvær villur. Bilbao komst aftur tuttugu stigum yfir í þriðja en að munaði aftur bara sautján stigum á liðunum í leikhlutaskiptunum. Bilbao var komið 22 stigum yfir, 64-42, eftir troðslu frá Tryggva og útlitið gott. Bilbao keyrði síðan yfir Pólverjana í lokaleikhlutanum og vann öruggan sigur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira