Gefum íslenskunni séns! Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:45 Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri. Á sama tíma er það oft hamlandi fyrir þann sem sest hér að og vill læra íslenskuna. Oft skortir tækifæri til að æfa sig að tala tungumálið okkar. En í því samhengi var hann heppnari en margur annar, það er að lenda inn á heimili með tilvonandi tengdapabba sínum sem talar bara íslensku. Þá talar hann Siggi minn bara hærra ef hann vill koma sínu til skila. Það var því ekkert val fyrir unga manninn að læra þetta einstaka mál sem okkar ylhýra er, og það gekk vel og hann er hér enn. En svo ég snúi mér að efni greinarinnar þá vildi ég með henni vekja máls á ábyrgð samfélagsins við að hjálpa til við aðlögun innflytjenda inn í samfélagið. Við höfum verið svo lánsöm að fá hingað til landsins harðduglegt fólk sem finna má um allt land og í öllum byggðakjörnum. Fólk sem er tilbúið að leggja okkur lið við að viðhalda góðu samfélagi og hagkerfinu til framtíðar kynslóða. Það er staðreynd að stór hluti eða 87% innflytjenda eru á vinnumarkaði hér á landi og það er vel. Vestfirskt verkefni Háskólasetrið á Vestfjörðum hýsir verkefnið „Gefum íslensku séns“ sem er stofnað m.a. af Fræðslumiðstöð Vestfjarða og með Ólaf Guðstein Kristjánsson í fararbroddi. Síðan verkefnið var stofnað hafa sveitarfélög og fleiri aðilar komið að verkefninu. Haldin hafa verið námskeið og málþing sem vakið hafa athygli og nú er verkefnið að færast yfir á fleiri svæði. Þetta verkefni sprettur upp af átaki sem sett var á laggirnar á Ísafirði. Markmiðið er að stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að þeir sem læra málið, sama hvar á vegi þeir eru staddir, fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Þátttakendur eru íbúar á svæðinu, hvort sem þeir eru íslenskir að uppruna eða innflytjendur á svæðinu. Hér taka allir þátt og tala saman. Íslenskan merkasti menningararfurinn Þegar við tökum á móti ferðamönnum leggjum við áherslu að sýna menningararf okkar og áhugaverða staði um land allt, söguna og náttúruna. Merkasti menningararfurinn er þó tungumálið okkar og við þurfum að lyfta því upp. Það hefur þróast líkt og náttúran í okkar fallega landi en fyrir okkur er tungumálið festan í þjóðinni og samnefnari. Því verðum við að vera opin fyrir því hvernig við getum opnað og boðið þeim sem flytja eða dvelja hér um lengri eða skemmri tíma til þess að starfa og lifa í okkar samfélagi. Það er á okkar ábyrgð að tala og þjálfa íslenskuna og skipta ekki sjálfkrafa yfir í ensku í samskiptum við innflytjendur. Mikilvægt er að leyfa þeim sem það vilja að byggja undir sína kunnáttu. Þá verðum við að sjálfsögðu að bera virðingu fyrir því að okkar ylhýra er ekki auðlærð og setjast ekki í dómarasætið heldur sýna þolinmæði og vera fyrirmyndir. Gefum íslenskunni séns! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri. Á sama tíma er það oft hamlandi fyrir þann sem sest hér að og vill læra íslenskuna. Oft skortir tækifæri til að æfa sig að tala tungumálið okkar. En í því samhengi var hann heppnari en margur annar, það er að lenda inn á heimili með tilvonandi tengdapabba sínum sem talar bara íslensku. Þá talar hann Siggi minn bara hærra ef hann vill koma sínu til skila. Það var því ekkert val fyrir unga manninn að læra þetta einstaka mál sem okkar ylhýra er, og það gekk vel og hann er hér enn. En svo ég snúi mér að efni greinarinnar þá vildi ég með henni vekja máls á ábyrgð samfélagsins við að hjálpa til við aðlögun innflytjenda inn í samfélagið. Við höfum verið svo lánsöm að fá hingað til landsins harðduglegt fólk sem finna má um allt land og í öllum byggðakjörnum. Fólk sem er tilbúið að leggja okkur lið við að viðhalda góðu samfélagi og hagkerfinu til framtíðar kynslóða. Það er staðreynd að stór hluti eða 87% innflytjenda eru á vinnumarkaði hér á landi og það er vel. Vestfirskt verkefni Háskólasetrið á Vestfjörðum hýsir verkefnið „Gefum íslensku séns“ sem er stofnað m.a. af Fræðslumiðstöð Vestfjarða og með Ólaf Guðstein Kristjánsson í fararbroddi. Síðan verkefnið var stofnað hafa sveitarfélög og fleiri aðilar komið að verkefninu. Haldin hafa verið námskeið og málþing sem vakið hafa athygli og nú er verkefnið að færast yfir á fleiri svæði. Þetta verkefni sprettur upp af átaki sem sett var á laggirnar á Ísafirði. Markmiðið er að stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að þeir sem læra málið, sama hvar á vegi þeir eru staddir, fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Þátttakendur eru íbúar á svæðinu, hvort sem þeir eru íslenskir að uppruna eða innflytjendur á svæðinu. Hér taka allir þátt og tala saman. Íslenskan merkasti menningararfurinn Þegar við tökum á móti ferðamönnum leggjum við áherslu að sýna menningararf okkar og áhugaverða staði um land allt, söguna og náttúruna. Merkasti menningararfurinn er þó tungumálið okkar og við þurfum að lyfta því upp. Það hefur þróast líkt og náttúran í okkar fallega landi en fyrir okkur er tungumálið festan í þjóðinni og samnefnari. Því verðum við að vera opin fyrir því hvernig við getum opnað og boðið þeim sem flytja eða dvelja hér um lengri eða skemmri tíma til þess að starfa og lifa í okkar samfélagi. Það er á okkar ábyrgð að tala og þjálfa íslenskuna og skipta ekki sjálfkrafa yfir í ensku í samskiptum við innflytjendur. Mikilvægt er að leyfa þeim sem það vilja að byggja undir sína kunnáttu. Þá verðum við að sjálfsögðu að bera virðingu fyrir því að okkar ylhýra er ekki auðlærð og setjast ekki í dómarasætið heldur sýna þolinmæði og vera fyrirmyndir. Gefum íslenskunni séns! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar