ICELANDIA í fullum rétti María Kristjánsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:01 Nýlega úrskurðaði Hugverkastofan í tveimur málum er varða vörumerkið ICELANDIA. Niðurstaða málanna er áhugaverð í ljósi þess að forsvarsmaður félagsins Icelandia ehf. hefur um skeið farið mikinn í fjölmiðlum um meintan einkarétt á notkun orðsins Icelandia í atvinnustarfsemi og meðal annars sakað umbjóðanda minn um margvísleg brot gegn meintum réttindum hans og félagsins. Félagið Icelandia ehf. tók upp firmaheitið Icelandia ehf. í febrúar 2022, en hét áður Bluelandia ehf. Starfsemi félagsins samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins felst aðallega í framleiðslu á drykkjarvörum af ýmsu tagi. Niðurstaða beggja mála er félaginu Icelandia ehf. í óhag eins og við var að búast og því áhugavert að tæpa aðeins á helstu atriðum beggja mála. Annars vegar er um að ræða kröfu umbjóðanda míns, Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf., um niðurfellingu skráningar vörumerkisins Icelandia. Um er að ræða vörumerki, svokallað orð- og myndmerki, sem var skráð árið 1991 fyrir nánar tilteknar drykkjarvörur. Vörumerki eru ávallt skráð fyrir ákveðnar vörur og þjónustu í sérstökum flokkum og einkaréttur eiganda merkisins takmarkast við þær vörur eða þjónustu sem merkið er skráð fyrir. Þá veitir skráning orð- og myndmerkis, eins og í þessu tilviki, eiganda merkisins einkarétt á notkun merkisins í atvinnustarfsemi fyrir hinar skráðu vörur, en aðeins í nákvæmlega þeirri útfærslu sem skráð er og aðeins hér á Íslandi. Skráningin í þessu tilfelli veitir því ekki einkarétt á notkun orðsins Icelandia einu og sér. Vörumerkjalög áskilja að eigandi skráðs vörumerkis þarf að hefja notkun þess innan fimm ára frá því að skráningarferli lauk eða á fimm ára tímabili áður en niðurfellingarkrafa er lögð fram. Sönnunarbyrðin fyrir vernd merkisins snýst því við og það er á ábyrgð eiganda merkisins að sýna fram á notkun í samræmi við ákvæði laganna. Í því máli sem hér um ræðir tókst eiganda merkisins, Icelandia ehf., ekki að sýna fram á nein gögn um notkun merkisins, hvorki á síðustu fimm árum áður en krafan um niðurfellingu var lögð fram, né nokkra notkun á skráningartímabilinu í heild. Hugverkastofan féllst því á kröfu umbjóðanda míns og felldi skráningu merkisins úr gildi með úrskurði þann 31. janúar síðastliðinn. Hins vegar er um að ræða mál er varðar vörumerki umbjóðanda míns, orðmerkið KYNNISFERÐIR ICELANDIA, en merkið var skráð í júní 2023 fyrir ferðaþjónustu í flokki 39. Icelandia ehf. lagði fram andmæli gegn skráningu merkisins. Andmælin byggðu á því að skráningin skapaði ruglingshættu við nokkur skráð merki andmælanda sem innihalda orðið ICELANDIA, sem og því að Icelandia ehf. ætti betri rétt til vörumerkisins ICELANDIA á grundvelli notkunar. Hugverkastofan komst að niðurstöðu í málinu með úrskurði þann 14. febrúar síðastliðinn. Hugverkastofan féllst ekki á að Icelandia ehf. ætti nokkurn rétt til merkisins á grundvelli notkunar, þar sem engin gögn um notkun voru lögð fram af hans hálfu undir meðferð málsins. Þá taldi Hugverkastofan, þrátt fyrir að orðið ICELANDIA kæmi fram í ýmsum merkjum andmælanda, að orðið sem slíkt skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi og teldist lýsandi. Ruglingshætta væri því ekki fyrir hendi og skráning merkisins KYNNISFERÐIR ICELANDIA skyldi halda gildi sínu. Af framangreindu verður ráðið að umbjóðandi minn er í fullum rétti til að nota vörumerkið ICELANDIA, enda á félagið Icelandia ehf. og aðilar tengdir því félagi engan vörumerkjarétt til orðsins. Umbjóðandi minn hefur því ekki á nokkurn hátt brotið gegn meintum vörumerkjarétti Icelandia ehf., þar sem hann er einfaldlega ekki til staðar. Af gefnu tilefni er ennfremur rétt að taka fram að firmaheiti og vörumerki er ekki sami hluturinn og réttindin sem í þeim felast eru af ólíkum toga. Þá gilda ólík lög um firmaheiti og vörumerki, auk þess sem mismunandi stjórnvöld hafa eftirlit með og framfylgja þeim lögum sem um ræðir, Fyrirtækjaskrá Skattsins hvað varðar firmaheiti og Hugverkastofan í tilviki vörumerkja. Hvergi er kveðið á um skyldu fyrirtækja í atvinnurekstri að firmaheiti þeirra og vörumerki sem notað er til auðkenningar á starfseminni sé hið sama. Þekkjast þess enda fjölmörg dæmi hérlendis þar sem firmaheiti félags er eitt en vörumerki sem notað er um starfsemina er allt annað. Vissulega getur verið samspil á milli þessara réttinda. Samkvæmt ákvæðum vörumerkjalaga má ekki skrá vörumerki ef í merkinu felst eitthvað sem gefur tilefni til að ætla að átt sé við heiti á virkri atvinnustarfsemi. Skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins, eins og endranær, er að um líka eða svipaða starfsemi sé að ræða til að ruglingshætta sé fyrir hendi. Við mat á því hvort ruglingshætta sé á milli vörumerkis og heitis á atvinnustarfsemi skiptir meginmáli að heiti starfseminnar hafi sérkenni og aðgreiningarhæfi, að vörumerkið sé eins eða líkt heiti starfseminnar og að tengsl séu milli þess sviðs sem fyrirtækið starfar á og þeirrar vöru eða þjónustu sem vörumerkið óskast skráð fyrir. Firmaréttur getur því aldrei komið í veg fyrir að annar stofni til vörumerkjaréttar yfir sama eða líku heiti þegar starfsemin er ólík, líkt og er tilfellið hér. Auk þess hefur Hugverkastofan komist að þeirri niðurstöðu að orðið ICELANDIA uppfylli ekki skilyrði vörumerkjalaga um sérkenni og aðgreiningarhæfi eitt og sér. Notkun umbjóðanda míns á vörumerkinu ICELANDIA brýtur því ekki með nokkrum hætti gegn rétti Icelandia ehf. sem eiganda firmaheitisins. Báðir úrskurðir og greinargerðir aðila eru aðgengilegir í heild sinni á vefsíðu Hugverkastofunnar. Höfundur er lögmaður á LEX og gætir hagsmuna Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf., sem starfar undir vörumerkinu ICELANDIA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýlega úrskurðaði Hugverkastofan í tveimur málum er varða vörumerkið ICELANDIA. Niðurstaða málanna er áhugaverð í ljósi þess að forsvarsmaður félagsins Icelandia ehf. hefur um skeið farið mikinn í fjölmiðlum um meintan einkarétt á notkun orðsins Icelandia í atvinnustarfsemi og meðal annars sakað umbjóðanda minn um margvísleg brot gegn meintum réttindum hans og félagsins. Félagið Icelandia ehf. tók upp firmaheitið Icelandia ehf. í febrúar 2022, en hét áður Bluelandia ehf. Starfsemi félagsins samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins felst aðallega í framleiðslu á drykkjarvörum af ýmsu tagi. Niðurstaða beggja mála er félaginu Icelandia ehf. í óhag eins og við var að búast og því áhugavert að tæpa aðeins á helstu atriðum beggja mála. Annars vegar er um að ræða kröfu umbjóðanda míns, Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf., um niðurfellingu skráningar vörumerkisins Icelandia. Um er að ræða vörumerki, svokallað orð- og myndmerki, sem var skráð árið 1991 fyrir nánar tilteknar drykkjarvörur. Vörumerki eru ávallt skráð fyrir ákveðnar vörur og þjónustu í sérstökum flokkum og einkaréttur eiganda merkisins takmarkast við þær vörur eða þjónustu sem merkið er skráð fyrir. Þá veitir skráning orð- og myndmerkis, eins og í þessu tilviki, eiganda merkisins einkarétt á notkun merkisins í atvinnustarfsemi fyrir hinar skráðu vörur, en aðeins í nákvæmlega þeirri útfærslu sem skráð er og aðeins hér á Íslandi. Skráningin í þessu tilfelli veitir því ekki einkarétt á notkun orðsins Icelandia einu og sér. Vörumerkjalög áskilja að eigandi skráðs vörumerkis þarf að hefja notkun þess innan fimm ára frá því að skráningarferli lauk eða á fimm ára tímabili áður en niðurfellingarkrafa er lögð fram. Sönnunarbyrðin fyrir vernd merkisins snýst því við og það er á ábyrgð eiganda merkisins að sýna fram á notkun í samræmi við ákvæði laganna. Í því máli sem hér um ræðir tókst eiganda merkisins, Icelandia ehf., ekki að sýna fram á nein gögn um notkun merkisins, hvorki á síðustu fimm árum áður en krafan um niðurfellingu var lögð fram, né nokkra notkun á skráningartímabilinu í heild. Hugverkastofan féllst því á kröfu umbjóðanda míns og felldi skráningu merkisins úr gildi með úrskurði þann 31. janúar síðastliðinn. Hins vegar er um að ræða mál er varðar vörumerki umbjóðanda míns, orðmerkið KYNNISFERÐIR ICELANDIA, en merkið var skráð í júní 2023 fyrir ferðaþjónustu í flokki 39. Icelandia ehf. lagði fram andmæli gegn skráningu merkisins. Andmælin byggðu á því að skráningin skapaði ruglingshættu við nokkur skráð merki andmælanda sem innihalda orðið ICELANDIA, sem og því að Icelandia ehf. ætti betri rétt til vörumerkisins ICELANDIA á grundvelli notkunar. Hugverkastofan komst að niðurstöðu í málinu með úrskurði þann 14. febrúar síðastliðinn. Hugverkastofan féllst ekki á að Icelandia ehf. ætti nokkurn rétt til merkisins á grundvelli notkunar, þar sem engin gögn um notkun voru lögð fram af hans hálfu undir meðferð málsins. Þá taldi Hugverkastofan, þrátt fyrir að orðið ICELANDIA kæmi fram í ýmsum merkjum andmælanda, að orðið sem slíkt skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi og teldist lýsandi. Ruglingshætta væri því ekki fyrir hendi og skráning merkisins KYNNISFERÐIR ICELANDIA skyldi halda gildi sínu. Af framangreindu verður ráðið að umbjóðandi minn er í fullum rétti til að nota vörumerkið ICELANDIA, enda á félagið Icelandia ehf. og aðilar tengdir því félagi engan vörumerkjarétt til orðsins. Umbjóðandi minn hefur því ekki á nokkurn hátt brotið gegn meintum vörumerkjarétti Icelandia ehf., þar sem hann er einfaldlega ekki til staðar. Af gefnu tilefni er ennfremur rétt að taka fram að firmaheiti og vörumerki er ekki sami hluturinn og réttindin sem í þeim felast eru af ólíkum toga. Þá gilda ólík lög um firmaheiti og vörumerki, auk þess sem mismunandi stjórnvöld hafa eftirlit með og framfylgja þeim lögum sem um ræðir, Fyrirtækjaskrá Skattsins hvað varðar firmaheiti og Hugverkastofan í tilviki vörumerkja. Hvergi er kveðið á um skyldu fyrirtækja í atvinnurekstri að firmaheiti þeirra og vörumerki sem notað er til auðkenningar á starfseminni sé hið sama. Þekkjast þess enda fjölmörg dæmi hérlendis þar sem firmaheiti félags er eitt en vörumerki sem notað er um starfsemina er allt annað. Vissulega getur verið samspil á milli þessara réttinda. Samkvæmt ákvæðum vörumerkjalaga má ekki skrá vörumerki ef í merkinu felst eitthvað sem gefur tilefni til að ætla að átt sé við heiti á virkri atvinnustarfsemi. Skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins, eins og endranær, er að um líka eða svipaða starfsemi sé að ræða til að ruglingshætta sé fyrir hendi. Við mat á því hvort ruglingshætta sé á milli vörumerkis og heitis á atvinnustarfsemi skiptir meginmáli að heiti starfseminnar hafi sérkenni og aðgreiningarhæfi, að vörumerkið sé eins eða líkt heiti starfseminnar og að tengsl séu milli þess sviðs sem fyrirtækið starfar á og þeirrar vöru eða þjónustu sem vörumerkið óskast skráð fyrir. Firmaréttur getur því aldrei komið í veg fyrir að annar stofni til vörumerkjaréttar yfir sama eða líku heiti þegar starfsemin er ólík, líkt og er tilfellið hér. Auk þess hefur Hugverkastofan komist að þeirri niðurstöðu að orðið ICELANDIA uppfylli ekki skilyrði vörumerkjalaga um sérkenni og aðgreiningarhæfi eitt og sér. Notkun umbjóðanda míns á vörumerkinu ICELANDIA brýtur því ekki með nokkrum hætti gegn rétti Icelandia ehf. sem eiganda firmaheitisins. Báðir úrskurðir og greinargerðir aðila eru aðgengilegir í heild sinni á vefsíðu Hugverkastofunnar. Höfundur er lögmaður á LEX og gætir hagsmuna Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf., sem starfar undir vörumerkinu ICELANDIA.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun