Erlent

Rann­sökuðu mann sem lét bólu­setja sig 217 sinnum gegn Co­vid-19

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Maðurinn sagðist hafa látið bólusetja sig aftur og aftur af „persónulegum ástæðum“.
Maðurinn sagðist hafa látið bólusetja sig aftur og aftur af „persónulegum ástæðum“. Getty/Europa Press/Rober Solsona

Vísindamenn segja 62 ára mann frá Þýskalandi sem lét bólusetja sig 217 sinnum á 29 mánuðum gegn Covid-19 aldrei hafa smitast af SARS-CoV-2 né hafa upplifaðn neinar aukaverkanir af bóluefninu.

Fjallað er um málið í tímaritinu Lancet Infectious Diseases.

Vísindamennirnir við Univesity of Erlangen-Nuremberg segja „persónulegar ástæður“ hafa ráðið því að maðurinn lét bólusetja sig ítrekað. Málið barst þeim til eyrna eftir að fjallað var um uppátæki mannsins í fjölmiðlum.

Þegar þeir höfðu samband við manninn og lýstu yfir áhuga á að fá að rannsaka möguleg áhrif ítrekaðra bólusetninga á líkama hans og heilsu reyndist hann mjög áfram um það.

Vísindamennirnir segjast hafa fengið staðfestingar á 134 bólusetningum, með átta mismunandi bóluefnum. Þeir skoðuðu niðurstöður blóðprufa sem maðurinn hafði gengist undir áður en hann hóf bóluefnavegferð sína og blóðprufur sem voru gerðar á meðan henni stóð.

Dr. Kilian Schober, einn af þeim sem komu að rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að bólusetningarnar hafi ekki haft nein mælanleg skaðleg áhrif á manninn, sem sé vísbending um að mannslíkaminn þoli þær almennt vel. 

Ónæmiskerfi hans virtist virka óaðfinnanlega og mótefnasvar gegn SARS-CoV-2 kröftugra en hjá þeim sem „aðeins“ hafa þegið þrjár bólusetningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×