Reykjavík sparar tíma, fé og minnkar mengun með nútímavæðingu þjónustu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:31 Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Stafræn þróun Borgarstjórn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar