Ný nálgun á húsnæðismál Arnþór Sigurðsson skrifar 2. mars 2024 15:00 Húsnæði fyrir alla. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu hljóma? Hugsunin er falleg enda er húsnæði mannréttindamál. Hver einstaklingur á rétt á að hafa þak yfir höfuðið. Húsnæði sem byggt er getur staðið í 100 ár og jafnvel lengur ef vel er byggt og eigninni vel við haldið. Það er hinsvegar staðreynd að fólk skiptir um húsnæði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir ævina. Ýmsar ástæður geta valdið því að skipt erum húsnæði. Fjölskyldur stækka eða minnka, tekjur breytast og þá getur orðið breyting á, t.d. þörf á breyttri húsnæðisstærð. Í upphafi við kaup á húsnæði þarf að fjármagna kaupin að fullu. Þrátt fyrir að eignahluturinn sé ekki meiri en 20% þarf skuldbindingin að vera 100%. Þessi skuldbinding veldur því að stór hluti fólks getur ekki tekið á sig þessa skuldbindingu vegna of lágra tekna. Húsnæði er dýrt og það er þungur baggi að fjármagna húsnæði sem er ætlað að standa í 100 ár. Skuldbindingin er mikil og lítið má út af bera á erfiðum tímum. Þessi útfærsla á húsnæðisviðskiptum er afskaplega óhagstæð fyrir venjulegt fólk og ómöguleg fyrir tekjuminna fólk. Það er ákveðin skekkja í því falin að ætla fólki að skuldbinda sig fyrir lífstíð við kaup á húsnæði. Það er mikil þörf á því að breyta þessu, og koma með nýja nálgun í þessum málum. Til þess þarf breytta hugsun í fjármögnun húsnæðis. Það er vel hægt. Okkar ágæta lífeyrissjóðakerfi þarf örugga ávöxtun og það má deila um hvort að farið sé bestu leiðir í ávöxtun sjóðanna í dag. Fjárfestingar í óstöðugum rekstri skila ekki alltaf ávöxtun. Öruggasta ávöxtunin er án efa lán til einstaklinga til húsnæðiskaupa. Þar eru öruggar tryggingar í húsnæðinu sjálfu og má segja að lífeyrissjóðirnir séu með belti og axlabönd. Það mætti fara aðra leið í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Við kaup einstaklinga á húsnæði tæki lífeyrissjóðurinn þátt í kaupunum, einstaklingur eða fjölskylda kaupir 50% sem hann fær að láni hjá lífeyrisjóðum en lífeyrissjóðurinn kaupir 50% í eigninni. Einstaklingurinn eða fjölskyldan getur líka lagt fram eigið fé til kaupanna ef það er til og lækkar þá greiðslubyrðina, og bera ábyrgðina á að reka og viðhalda húsnæðinu. Lífeyrissjóðurinn er aðeins 50% eigandi. Þegar fjölskyldan vill selja þá er í raun sala á 50% eignarinnar en lífeyrissjóðurinn heldur sínum hlut áfram. Á einhverjum tímapunkti getur lífeyrissjóðurinn selt sinn hlut og leyst þannig út fjárfestinguna sína. Einstaklingurinn eða fjölskyldan greiðir því aðeins 50% af fjármögnun eignarinnar, sem er mun viðráðanlegra heldur en boðið er upp á í dag. Það er staðreynd að húsnæði er örugg fjárfesting og lífeyrissjóðirnir taka ekki áhættu á því að vera meðeigendur í húsnæði og fá sína ávöxtun í gegnum söluna. Hitt er svo eðlilegra að fólk sem dvelur í skemmri tíma í húsæði þarf ekki að fjármagna eign að fullu sem er þungur baggi. Þarna gætu farið saman hagsmunir lífeyrissjóða og þeirra sem velja að eiga helming í húsnæði á móti lífeyrissjóðnum. Hér er um hugarfarsbreytingu að ræða. Húsnæðismál eru í afskaplega slæmum farvegi og má segja að hér ríki einokunarstefna. Fólk er upp á byggingaverktaka komið með framboð á húsnæði. Henti þeim ekki að byggja, þá verður einfaldlega skortur á húsnæði sem hefur verið staðan í mörg ár. Með nýrri hugsun og nýjum nálgunum má losa almenning undan þessu ofríki byggingaverktaka á húsnæðisframboði. Með nýju kerfi væri eðlilegt að byggt væri nýtt húsnæði en eldra húsnæði væri ekki tekið inn í þessa mynd. Þannig myndi þetta nýja kerfi ekki valda spennu á húsnæðisverði. Það þyrfti að byggja mikið og áætlun þyrfti að vera um byggingu á húsnæði til margar ára til þess að tryggja gott framboð á slíku húsnæði sem verður án efa eftirsótt. Hér er ekki hugsunin að gefa eða rýra ávöxtun lífeyrissjóðanna, heldur að gefa fólki tækifæri á því að búa við öryggi í húsnæðismálum og jafnframt að bjóða lífeyrissjóðunum örugga langtímafjárfestingu. Höfundur er félagi í VR og í frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Húsnæði fyrir alla. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu hljóma? Hugsunin er falleg enda er húsnæði mannréttindamál. Hver einstaklingur á rétt á að hafa þak yfir höfuðið. Húsnæði sem byggt er getur staðið í 100 ár og jafnvel lengur ef vel er byggt og eigninni vel við haldið. Það er hinsvegar staðreynd að fólk skiptir um húsnæði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir ævina. Ýmsar ástæður geta valdið því að skipt erum húsnæði. Fjölskyldur stækka eða minnka, tekjur breytast og þá getur orðið breyting á, t.d. þörf á breyttri húsnæðisstærð. Í upphafi við kaup á húsnæði þarf að fjármagna kaupin að fullu. Þrátt fyrir að eignahluturinn sé ekki meiri en 20% þarf skuldbindingin að vera 100%. Þessi skuldbinding veldur því að stór hluti fólks getur ekki tekið á sig þessa skuldbindingu vegna of lágra tekna. Húsnæði er dýrt og það er þungur baggi að fjármagna húsnæði sem er ætlað að standa í 100 ár. Skuldbindingin er mikil og lítið má út af bera á erfiðum tímum. Þessi útfærsla á húsnæðisviðskiptum er afskaplega óhagstæð fyrir venjulegt fólk og ómöguleg fyrir tekjuminna fólk. Það er ákveðin skekkja í því falin að ætla fólki að skuldbinda sig fyrir lífstíð við kaup á húsnæði. Það er mikil þörf á því að breyta þessu, og koma með nýja nálgun í þessum málum. Til þess þarf breytta hugsun í fjármögnun húsnæðis. Það er vel hægt. Okkar ágæta lífeyrissjóðakerfi þarf örugga ávöxtun og það má deila um hvort að farið sé bestu leiðir í ávöxtun sjóðanna í dag. Fjárfestingar í óstöðugum rekstri skila ekki alltaf ávöxtun. Öruggasta ávöxtunin er án efa lán til einstaklinga til húsnæðiskaupa. Þar eru öruggar tryggingar í húsnæðinu sjálfu og má segja að lífeyrissjóðirnir séu með belti og axlabönd. Það mætti fara aðra leið í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Við kaup einstaklinga á húsnæði tæki lífeyrissjóðurinn þátt í kaupunum, einstaklingur eða fjölskylda kaupir 50% sem hann fær að láni hjá lífeyrisjóðum en lífeyrissjóðurinn kaupir 50% í eigninni. Einstaklingurinn eða fjölskyldan getur líka lagt fram eigið fé til kaupanna ef það er til og lækkar þá greiðslubyrðina, og bera ábyrgðina á að reka og viðhalda húsnæðinu. Lífeyrissjóðurinn er aðeins 50% eigandi. Þegar fjölskyldan vill selja þá er í raun sala á 50% eignarinnar en lífeyrissjóðurinn heldur sínum hlut áfram. Á einhverjum tímapunkti getur lífeyrissjóðurinn selt sinn hlut og leyst þannig út fjárfestinguna sína. Einstaklingurinn eða fjölskyldan greiðir því aðeins 50% af fjármögnun eignarinnar, sem er mun viðráðanlegra heldur en boðið er upp á í dag. Það er staðreynd að húsnæði er örugg fjárfesting og lífeyrissjóðirnir taka ekki áhættu á því að vera meðeigendur í húsnæði og fá sína ávöxtun í gegnum söluna. Hitt er svo eðlilegra að fólk sem dvelur í skemmri tíma í húsæði þarf ekki að fjármagna eign að fullu sem er þungur baggi. Þarna gætu farið saman hagsmunir lífeyrissjóða og þeirra sem velja að eiga helming í húsnæði á móti lífeyrissjóðnum. Hér er um hugarfarsbreytingu að ræða. Húsnæðismál eru í afskaplega slæmum farvegi og má segja að hér ríki einokunarstefna. Fólk er upp á byggingaverktaka komið með framboð á húsnæði. Henti þeim ekki að byggja, þá verður einfaldlega skortur á húsnæði sem hefur verið staðan í mörg ár. Með nýrri hugsun og nýjum nálgunum má losa almenning undan þessu ofríki byggingaverktaka á húsnæðisframboði. Með nýju kerfi væri eðlilegt að byggt væri nýtt húsnæði en eldra húsnæði væri ekki tekið inn í þessa mynd. Þannig myndi þetta nýja kerfi ekki valda spennu á húsnæðisverði. Það þyrfti að byggja mikið og áætlun þyrfti að vera um byggingu á húsnæði til margar ára til þess að tryggja gott framboð á slíku húsnæði sem verður án efa eftirsótt. Hér er ekki hugsunin að gefa eða rýra ávöxtun lífeyrissjóðanna, heldur að gefa fólki tækifæri á því að búa við öryggi í húsnæðismálum og jafnframt að bjóða lífeyrissjóðunum örugga langtímafjárfestingu. Höfundur er félagi í VR og í frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun