Börn yfirgáfu „verksmiðju Willy Wonka“ hágrátandi Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 13:48 Til vinstri er inngangur „ævintýraheimsins“ og til hægri er illmennið skáldaða The Unknown. Foreldrar barna sem sóttu viðburð á vegum félagsins House of Illuminati í Glasgow um helgina eru æfir og vilja endurgreiðslu. Upplifunin sem þeim var lofað stóðst engan vegin væntingar og yfirgaf fjöldi barna svæðið grátandi. Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir. Skotland Bretland Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir.
Skotland Bretland Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira