Börn yfirgáfu „verksmiðju Willy Wonka“ hágrátandi Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 13:48 Til vinstri er inngangur „ævintýraheimsins“ og til hægri er illmennið skáldaða The Unknown. Foreldrar barna sem sóttu viðburð á vegum félagsins House of Illuminati í Glasgow um helgina eru æfir og vilja endurgreiðslu. Upplifunin sem þeim var lofað stóðst engan vegin væntingar og yfirgaf fjöldi barna svæðið grátandi. Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir. Skotland Bretland Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir.
Skotland Bretland Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira