Skortur á heildrænni nálgun í málefnum einstaklinga með fíknivanda Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 09:00 Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkniefnabrot Fíkn Tengdar fréttir Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ.
Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun