Eigum við að banna síma í skólum? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 15:30 Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Alþingi Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun