Uppbygging á Gunnarshólma og hlutverk bæjarfulltrúa Bergljót Kristinsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar