Akademískur umboðsbrestur Þórarinn Hjartarson skrifar 21. febrúar 2024 12:31 Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun