Stökkpallur fyrir íslenskar lausnir Nótt Thorberg skrifar 21. febrúar 2024 09:00 Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Jennifer M. Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ýttu samstarfi landanna formlega úr vör síðastliðinn föstudag. Með því eru Bandaríkjamenn að setja jarðvarma og íslenskar lausnir á sviði kolefnisföngunar, -förgunar og -nýtingar á heimskortið, og efna til stórsóknar í samstarfi og þekkingarmiðlun landanna á sviði rannsókna, þróunar og innleiðingar á árangursríkum loftslagslausnum. Samstarfið mun án efa greiða götu íslenskra fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað og stórauka tækifæri Íslendinga til að afla styrkja, fjárfestingar, og annars nauðsynlegs stuðnings fyrir orku- og loftslagsverkefni tengd Bandaríkjunum. Þá felur samstarfið einnig í sér að Ísland styðji við önnur verkefni á alþjóðlegum vettvangi sem Bandaríkin koma að, meðal annars í Austur-Evrópu og víðar. Einstök staða Íslendinga á sviði nýtingar endurnýjanlegrar orku og tengdri nýsköpun er sjóðheit söluvara í baráttunni við loftslagsvána og Ísland stendur framarlega á þessu sviði. Íslenskar lausnir þykja eftirsóknarverðar en með samstarfinu verður til eins konar hraðall fyrir þau verkefni og tækifæri sem ríkin tvö geta unnið að á sviði orku- og loftslagsmála. Auk þess má ætla að samstarfið muni laða til Íslands ný verkefni og fjárfestingar á sviði sjálfbærra loftslagslausna. Þar horfa Bandaríkjamenn meðal annars til samstarfs um þróun vetnis- og rafeldsneytislausna auk annarra tækifæra, svo sem á sviði rannsókna á djúpborunum í kviku sem íslensk orkufyrirtæki hafa þegar lagt grunninn að. Grænvangur fagnar samstarfinu og framsýni stjórnvalda í að taka þetta mikilvæga skref sem mun auka enn frekar vitund heimsbyggðarinnar um tækifærin, lausnirnar og hugvitið sem Ísland hefur upp á að bjóða. Tækifærin eru fjölmörg og nú er það sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífs að nýta þennan stökkpall til að láta verkin tala. Fyrir Ísland, Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Jennifer M. Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ýttu samstarfi landanna formlega úr vör síðastliðinn föstudag. Með því eru Bandaríkjamenn að setja jarðvarma og íslenskar lausnir á sviði kolefnisföngunar, -förgunar og -nýtingar á heimskortið, og efna til stórsóknar í samstarfi og þekkingarmiðlun landanna á sviði rannsókna, þróunar og innleiðingar á árangursríkum loftslagslausnum. Samstarfið mun án efa greiða götu íslenskra fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað og stórauka tækifæri Íslendinga til að afla styrkja, fjárfestingar, og annars nauðsynlegs stuðnings fyrir orku- og loftslagsverkefni tengd Bandaríkjunum. Þá felur samstarfið einnig í sér að Ísland styðji við önnur verkefni á alþjóðlegum vettvangi sem Bandaríkin koma að, meðal annars í Austur-Evrópu og víðar. Einstök staða Íslendinga á sviði nýtingar endurnýjanlegrar orku og tengdri nýsköpun er sjóðheit söluvara í baráttunni við loftslagsvána og Ísland stendur framarlega á þessu sviði. Íslenskar lausnir þykja eftirsóknarverðar en með samstarfinu verður til eins konar hraðall fyrir þau verkefni og tækifæri sem ríkin tvö geta unnið að á sviði orku- og loftslagsmála. Auk þess má ætla að samstarfið muni laða til Íslands ný verkefni og fjárfestingar á sviði sjálfbærra loftslagslausna. Þar horfa Bandaríkjamenn meðal annars til samstarfs um þróun vetnis- og rafeldsneytislausna auk annarra tækifæra, svo sem á sviði rannsókna á djúpborunum í kviku sem íslensk orkufyrirtæki hafa þegar lagt grunninn að. Grænvangur fagnar samstarfinu og framsýni stjórnvalda í að taka þetta mikilvæga skref sem mun auka enn frekar vitund heimsbyggðarinnar um tækifærin, lausnirnar og hugvitið sem Ísland hefur upp á að bjóða. Tækifærin eru fjölmörg og nú er það sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífs að nýta þennan stökkpall til að láta verkin tala. Fyrir Ísland, Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun